Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar 20. nóvember 2025 11:15 EES-samningurinn var gagnlegur á sínum tíma, en hann er orðinn fjötrar sem halda aftur af nýjum veruleika í hátækniiðnaði. Umræðan á Íslandi um Evrópumál hefur um árabil snúist um ávinning EES-samningsins. Hann var grundvöllur efnahagslegs stöðugleika en efnahagslífið hefur tekið stakkaskiptum þar sem heimurinn er að taka enn eitt stökkið fram á við á sviði gervigreindar (AI), stafrænna viðskipta og grænnar tækni. EES-samningurinn hefur breyst úr ávinningi í fjötra sem hindra efnahagslegan vöxt og sjálfstæða stefnumótun. Nú er kominn tími til að stíga djarft skref, segja upp EES-samningnum og skapa lagalegt sjálfstæði til að nýta grænu orkuna okkar í nýjum hátækniiðnaði. Úrsögn úr EES þýðir ekki einangrun eða rof á mikilvægu samstarfi. Fríverslunarsamningurinn frá 1972 heldur gildi sínu óbreyttu og tryggir áfram tollfrelsi á flestum íslenskum iðnaðarvörum til Evrópu. Samningar Norðurlandanna um gagnkvæm réttindi varðandi nám og vinnu halda gildi sínu, sem tryggir Íslendingum áfram greiðan aðgang að námi og starfi á Norðurlöndunum. Þetta dregur verulega úr þeirri óvissu og kostnaði sem getur fylgt úrsögn, og sýnir fram á að Ísland hefur sterkan lagalegan grunn til að standa á. Strax við úrsögn er mikilvægasta pólitíska og lagalega aðgerðin sú að Alþingi samþykkti lög sem tryggja að allar EES-gerðir sem þegar hafa verið innleiddar í íslenskt regluverk haldi gildi sínu, þar til Alþingi ákveður annað. Þetta þýðir að úrsögn skapar ekki neitt lagalegt tómarúm. Öll lög um banka, fjármál, öryggi, staðla og neytendavernd halda gildi sínu. Frjálst Ísland getur ákveðið að taka upp reglugerðir ESB ef það þjónar íslenskum hagsmunum, en þarf ekki að gera það nauðugt undir hótunum um lögsókn. Við getum valið að taka upp þau lög sem auka stöðugleika og hafna þeim sem draga úr samkeppnishæfni. Lagalegt sjálfstæði er nauðsynlegt vegna þess að ESB-regluverkið er orðið dragbítur fyrir þá atvinnugrein sem skiptir mestu máli. Við erum að missa af gríðarlegum tekjum vegna þess að við erum bundin af GDPR og AI Act. Þessi lög eru flókin, dýr í fylgni og hamla þróun. Fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem eru leiðandi í gervigreind, sjá sér ekki fært að starfa á Íslandi þar sem lagaramminn er óhagstæður, ólíkt því sem gerist í frjálsum ríkjum utan EES. Við erum þannig niðurnjörfuð eftir geðþótta ESB og látin sitja eftir í gervigreindarkapphlaupinu. Með lagalegu frelsi getur Ísland stefnt á nýjar slóðir velferðar. Við getum sett eigin lög um gervigreind sem eru sniðin að íslenskum veruleika og laða að erlenda fjárfesta með frjálsum gagnastraumum og traustri hugverkavernd (IPR). Frjálst Ísland getur gert fríverslunarsamninga við Bandaríkin sem fella niður refsitolla á sjávarafurðum okkar og tryggja fjárfestingavernd í gervigreindargeiranum. Við getum tekið þátt í velmegun hátæknisamfélaga án þess að vera niðurnjörfuð af geðþótta ESB. Að segja upp EES er ekki skref aftur á bak í einangrun, heldur lagaleg forsenda fyrir aukinni velmegun til framtíðar. Með því að tryggja að núverandi lög haldi gildi sínu og treysta á gömlu samningana, getur Ísland tekið forræði yfir eigin lagasetningu og tryggt hagsmuni og velferð þjóðarinnar í nýju tæknisamfélagi til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
EES-samningurinn var gagnlegur á sínum tíma, en hann er orðinn fjötrar sem halda aftur af nýjum veruleika í hátækniiðnaði. Umræðan á Íslandi um Evrópumál hefur um árabil snúist um ávinning EES-samningsins. Hann var grundvöllur efnahagslegs stöðugleika en efnahagslífið hefur tekið stakkaskiptum þar sem heimurinn er að taka enn eitt stökkið fram á við á sviði gervigreindar (AI), stafrænna viðskipta og grænnar tækni. EES-samningurinn hefur breyst úr ávinningi í fjötra sem hindra efnahagslegan vöxt og sjálfstæða stefnumótun. Nú er kominn tími til að stíga djarft skref, segja upp EES-samningnum og skapa lagalegt sjálfstæði til að nýta grænu orkuna okkar í nýjum hátækniiðnaði. Úrsögn úr EES þýðir ekki einangrun eða rof á mikilvægu samstarfi. Fríverslunarsamningurinn frá 1972 heldur gildi sínu óbreyttu og tryggir áfram tollfrelsi á flestum íslenskum iðnaðarvörum til Evrópu. Samningar Norðurlandanna um gagnkvæm réttindi varðandi nám og vinnu halda gildi sínu, sem tryggir Íslendingum áfram greiðan aðgang að námi og starfi á Norðurlöndunum. Þetta dregur verulega úr þeirri óvissu og kostnaði sem getur fylgt úrsögn, og sýnir fram á að Ísland hefur sterkan lagalegan grunn til að standa á. Strax við úrsögn er mikilvægasta pólitíska og lagalega aðgerðin sú að Alþingi samþykkti lög sem tryggja að allar EES-gerðir sem þegar hafa verið innleiddar í íslenskt regluverk haldi gildi sínu, þar til Alþingi ákveður annað. Þetta þýðir að úrsögn skapar ekki neitt lagalegt tómarúm. Öll lög um banka, fjármál, öryggi, staðla og neytendavernd halda gildi sínu. Frjálst Ísland getur ákveðið að taka upp reglugerðir ESB ef það þjónar íslenskum hagsmunum, en þarf ekki að gera það nauðugt undir hótunum um lögsókn. Við getum valið að taka upp þau lög sem auka stöðugleika og hafna þeim sem draga úr samkeppnishæfni. Lagalegt sjálfstæði er nauðsynlegt vegna þess að ESB-regluverkið er orðið dragbítur fyrir þá atvinnugrein sem skiptir mestu máli. Við erum að missa af gríðarlegum tekjum vegna þess að við erum bundin af GDPR og AI Act. Þessi lög eru flókin, dýr í fylgni og hamla þróun. Fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem eru leiðandi í gervigreind, sjá sér ekki fært að starfa á Íslandi þar sem lagaramminn er óhagstæður, ólíkt því sem gerist í frjálsum ríkjum utan EES. Við erum þannig niðurnjörfuð eftir geðþótta ESB og látin sitja eftir í gervigreindarkapphlaupinu. Með lagalegu frelsi getur Ísland stefnt á nýjar slóðir velferðar. Við getum sett eigin lög um gervigreind sem eru sniðin að íslenskum veruleika og laða að erlenda fjárfesta með frjálsum gagnastraumum og traustri hugverkavernd (IPR). Frjálst Ísland getur gert fríverslunarsamninga við Bandaríkin sem fella niður refsitolla á sjávarafurðum okkar og tryggja fjárfestingavernd í gervigreindargeiranum. Við getum tekið þátt í velmegun hátæknisamfélaga án þess að vera niðurnjörfuð af geðþótta ESB. Að segja upp EES er ekki skref aftur á bak í einangrun, heldur lagaleg forsenda fyrir aukinni velmegun til framtíðar. Með því að tryggja að núverandi lög haldi gildi sínu og treysta á gömlu samningana, getur Ísland tekið forræði yfir eigin lagasetningu og tryggt hagsmuni og velferð þjóðarinnar í nýju tæknisamfélagi til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun