Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar 20. nóvember 2025 11:32 Samkvæmt ákvæðum hegningarlaga, nánar tiltekið 218. gr. a, varðar allt að 6 ára fangelsi að valda stúlkubarni eða konu líkamstjóni með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti, og allt að 16 árum ef stórfellt líkams- eða heilsutjón hlýst af eða ef mjög hættulegri aðferð er beitt. Ég skil reyndar ekki hvernig mögulegt væri að beita hættulítilli aðferð annarsstaðar en á sjúkrahúsi en væntanlega hefur Alþingi séð fyrir sér einhverskonar væga útfærslu, þar sem aðeins er pikkað dálítið í barnið með hreinum hnífi eða rakvélarblaði. Þessi ákvæði um bann við kynfæralimlestingu kvenna voru tekin upp í almenn hegningarlög árið 2005. Í lögunum voru þó fyrir ákvæði sem leggja refsingu við því að valda öðrum manni líkamstjóni og þar voru engar undantekningar um börn eða kynfæri kvenna. Skýringar sem flutningsmenn frumvarpsins gáfu á þörfinni fyrir sérstakt ákvæði um slíkan verknað voru einkum tvær: Að alþjóðastofnanir hefðu hvatt aðildarríki sín til að taka skýra afstöðu gegn kynfæralimlestingu kvenna og að þar sem þessi siður hefði viðgengist í nágrannaríkjunum mætti búast við að hann bærist til Íslands. Þjónar löggjöfin tilgangi? Ég efast um gildi þess að hnykkja á almennu banni við líkamsmeiðingum með sértækum lagaákvæðum. Það er auk þess ólíklegt að fólk frá menningarsvæðum þar sem snípskurður og kynfærabrottnám viðgengst taki slíka ákvörðun eftir að hafa legið yfir íslenskum hegningarlögum og túlkun á þeim. Ef ríkisvaldinu hefði verið alvara með að koma í veg fyrir að fólk skeri kynfærin af dætrum sínum, þá hefði verið nær að upplýsa innflytjendur um að í íslenskri refsilöggjöf séu engar undanþágur vegna menningarbakgrunns eða trúarafstöðu. Það sé einfaldlega refsivert að meiða börn og sérlega alvarlegt ef hnífum eða öðrum áhöldum er beitt við verknaðinn. Nú eru sérstök lagaákvæði af þessum toga sett í þeim tilgangi að taka af allan vafa um afstöðu löggjafans. Það er góð afstaða að ekki megi skaða börn og ég hef ekki heyrt nokkurn mann mæla með því að óþarfar kynfæraaðgerðir á stúlkubörnum verði lögleiddar. Gagnrýni á lögin hefur annarsvegar verið sú að illa dulið markmið um að mismuna fólki eftir menningarbakgrunni búi að baki, og hinsvegar hefur verið gagnrýnt að umskurður drengja sé ekki líka bannaður með lögum. Þótt skurður á kynfærum stúlkna sé mun líklegri til að valda stórkostlegum skaða og langvarandi þjáningum, er umskurður á drengjum ekki áhættulaus og ekkert sem bendir til að það sé heilbrigðum drengjum til bóta að missa forhúðina. En er löglegt að umskera drengi eða ekki? Árið 2018 var lagt fram frumvarp á Alþingi um að banna umskurð drengja af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum. Rökin voru m.a. þau að umskurður á drengjum samræmdist illa tilteknum ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, m.a. um skyldu aðildarríkja til að ryðja brott hefðum sem séu skaðlegar heilbrigði barna. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpið og var áherslan ýmist á sjálfsákvörðunarrétt barnsins eða á trúfrelsi foreldra og það hversu áhættulitlar þessar aðgerðir væru. Frumvarpið varð ekki að lögum. Þótt við göngum út frá því að Alþingi hafi gengið gott eitt til með sérstökum lagaákvæðum um kynfæralimlestingar kvenna, verður að teljast algert klúður að hafa sett sérlög sem eiga aðeins við um annað kynið. Áður en 218. gr. a var tekin upp í hegningarlög árið 2005 hefði verið eðlilegt að beita 218. gr. laganna, sem kveður á um refsingar við alvarlegum líkamsárásum, hefði einhver orðið vís að því að beita barn slíku ofbeldi, hvort heldur stúlku eða dreng. Með því að taka upp slíkt ákvæði um aðgerðir á kynfærum stúlkna, hefur löggjafinn í reynd opnað fyrir þá túlkun að umskurður drengja, af menningar- og trúarástæðum, nú eða bara af geðþótta foreldra, sé löglegur. Þegar lög eru túlkuð er nefnilega stundum hægt að beita því sem kallað er gagnályktun. Það merkir að að ef lagaákvæði tekur til ákveðinna tilvika eða aðstöðu, þá gildi gagnstæð regla um tilvik sem ekki falla undir ákvæðið. Semsagt, tekið er fram að ekki megi skera í kynfæri stúlkna. Þá hlýtur að mega skera í kynfæri drengja enda ekkert á þá minnst. Þetta væri allavega augljós málsástæða til varnar ef einhver yrði ákærður fyrir að umskera dreng. Einnig myndi verjandi benda á að Alþingi hafi þegar fjallað um umskurð drengja og ekki séð ástæðu til að setja lög sem banna slíkt. Hver má umskera dreng og við hvaða aðstæður? Ég hef ekki orðið vör við fréttir af því að á Íslandi séu börn umskorin í heimahúsum eða samkomuhúsum trúfélaga. Kannski (og vonandi) hefur það aldrei gerst. En meðal umsagna um frumvarpið árið 2018, um bann við umskurði drengja, er þó ein umsögn sem kveikir viðvörunarljós. Þar segir faðir frá því að á hans eigin heimili hafi ríkt ágreiningur um hvort ætti að umskera son hans, án læknisfræðilegra ástæðna og í heimahúsi. Faðirinn hafi komið í veg fyrir það. Er þetta einstakt tilvik? Eða er eitthvað um það á Íslandi að aðrir en læknar fremji slíkar aðgerðir á ungbörnum? Ætli það hafi nokkuð verið kannað? Menn eru ekki á einu máli um hvort vegi þyngra, réttur barns til eigin líkama eða réttur foreldra til að ráða því hvort sveinbarn er umskorið eða ekki. Við vitum ekki hvort viðhorfið er algengara. Verra er þó að við vitum ekki um afstöðu ríkisvaldsins til umskurðar drengja af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum. Eins og staðan er ríkir algjör óvissa um það hvort slíkar aðgerðir séu löglegar eða ekki. Í dag er alþjóðlegur dagur mannréttinda barna. Það er við hæfi á þessum degi að hvetja þá Alþingismenn sem nokkra sómakennd hafa að beita sér fyrir því að þessari óvissu verði eytt. Ef löggjafarvaldið ætlar að láta umskurð á drengjum viðgangast þá þarf það að vera skýrt í lögum. Sömuleiðis þyrfti þá að kveða á um það hverjir megi fremja slíkar aðgerðir og við hvaða aðstæður. Eins og staðan er þá er ekki einu sinni á hreinu hvort foreldrar megi umskera dreng í heimahúsi. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt ákvæðum hegningarlaga, nánar tiltekið 218. gr. a, varðar allt að 6 ára fangelsi að valda stúlkubarni eða konu líkamstjóni með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti, og allt að 16 árum ef stórfellt líkams- eða heilsutjón hlýst af eða ef mjög hættulegri aðferð er beitt. Ég skil reyndar ekki hvernig mögulegt væri að beita hættulítilli aðferð annarsstaðar en á sjúkrahúsi en væntanlega hefur Alþingi séð fyrir sér einhverskonar væga útfærslu, þar sem aðeins er pikkað dálítið í barnið með hreinum hnífi eða rakvélarblaði. Þessi ákvæði um bann við kynfæralimlestingu kvenna voru tekin upp í almenn hegningarlög árið 2005. Í lögunum voru þó fyrir ákvæði sem leggja refsingu við því að valda öðrum manni líkamstjóni og þar voru engar undantekningar um börn eða kynfæri kvenna. Skýringar sem flutningsmenn frumvarpsins gáfu á þörfinni fyrir sérstakt ákvæði um slíkan verknað voru einkum tvær: Að alþjóðastofnanir hefðu hvatt aðildarríki sín til að taka skýra afstöðu gegn kynfæralimlestingu kvenna og að þar sem þessi siður hefði viðgengist í nágrannaríkjunum mætti búast við að hann bærist til Íslands. Þjónar löggjöfin tilgangi? Ég efast um gildi þess að hnykkja á almennu banni við líkamsmeiðingum með sértækum lagaákvæðum. Það er auk þess ólíklegt að fólk frá menningarsvæðum þar sem snípskurður og kynfærabrottnám viðgengst taki slíka ákvörðun eftir að hafa legið yfir íslenskum hegningarlögum og túlkun á þeim. Ef ríkisvaldinu hefði verið alvara með að koma í veg fyrir að fólk skeri kynfærin af dætrum sínum, þá hefði verið nær að upplýsa innflytjendur um að í íslenskri refsilöggjöf séu engar undanþágur vegna menningarbakgrunns eða trúarafstöðu. Það sé einfaldlega refsivert að meiða börn og sérlega alvarlegt ef hnífum eða öðrum áhöldum er beitt við verknaðinn. Nú eru sérstök lagaákvæði af þessum toga sett í þeim tilgangi að taka af allan vafa um afstöðu löggjafans. Það er góð afstaða að ekki megi skaða börn og ég hef ekki heyrt nokkurn mann mæla með því að óþarfar kynfæraaðgerðir á stúlkubörnum verði lögleiddar. Gagnrýni á lögin hefur annarsvegar verið sú að illa dulið markmið um að mismuna fólki eftir menningarbakgrunni búi að baki, og hinsvegar hefur verið gagnrýnt að umskurður drengja sé ekki líka bannaður með lögum. Þótt skurður á kynfærum stúlkna sé mun líklegri til að valda stórkostlegum skaða og langvarandi þjáningum, er umskurður á drengjum ekki áhættulaus og ekkert sem bendir til að það sé heilbrigðum drengjum til bóta að missa forhúðina. En er löglegt að umskera drengi eða ekki? Árið 2018 var lagt fram frumvarp á Alþingi um að banna umskurð drengja af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum. Rökin voru m.a. þau að umskurður á drengjum samræmdist illa tilteknum ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, m.a. um skyldu aðildarríkja til að ryðja brott hefðum sem séu skaðlegar heilbrigði barna. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpið og var áherslan ýmist á sjálfsákvörðunarrétt barnsins eða á trúfrelsi foreldra og það hversu áhættulitlar þessar aðgerðir væru. Frumvarpið varð ekki að lögum. Þótt við göngum út frá því að Alþingi hafi gengið gott eitt til með sérstökum lagaákvæðum um kynfæralimlestingar kvenna, verður að teljast algert klúður að hafa sett sérlög sem eiga aðeins við um annað kynið. Áður en 218. gr. a var tekin upp í hegningarlög árið 2005 hefði verið eðlilegt að beita 218. gr. laganna, sem kveður á um refsingar við alvarlegum líkamsárásum, hefði einhver orðið vís að því að beita barn slíku ofbeldi, hvort heldur stúlku eða dreng. Með því að taka upp slíkt ákvæði um aðgerðir á kynfærum stúlkna, hefur löggjafinn í reynd opnað fyrir þá túlkun að umskurður drengja, af menningar- og trúarástæðum, nú eða bara af geðþótta foreldra, sé löglegur. Þegar lög eru túlkuð er nefnilega stundum hægt að beita því sem kallað er gagnályktun. Það merkir að að ef lagaákvæði tekur til ákveðinna tilvika eða aðstöðu, þá gildi gagnstæð regla um tilvik sem ekki falla undir ákvæðið. Semsagt, tekið er fram að ekki megi skera í kynfæri stúlkna. Þá hlýtur að mega skera í kynfæri drengja enda ekkert á þá minnst. Þetta væri allavega augljós málsástæða til varnar ef einhver yrði ákærður fyrir að umskera dreng. Einnig myndi verjandi benda á að Alþingi hafi þegar fjallað um umskurð drengja og ekki séð ástæðu til að setja lög sem banna slíkt. Hver má umskera dreng og við hvaða aðstæður? Ég hef ekki orðið vör við fréttir af því að á Íslandi séu börn umskorin í heimahúsum eða samkomuhúsum trúfélaga. Kannski (og vonandi) hefur það aldrei gerst. En meðal umsagna um frumvarpið árið 2018, um bann við umskurði drengja, er þó ein umsögn sem kveikir viðvörunarljós. Þar segir faðir frá því að á hans eigin heimili hafi ríkt ágreiningur um hvort ætti að umskera son hans, án læknisfræðilegra ástæðna og í heimahúsi. Faðirinn hafi komið í veg fyrir það. Er þetta einstakt tilvik? Eða er eitthvað um það á Íslandi að aðrir en læknar fremji slíkar aðgerðir á ungbörnum? Ætli það hafi nokkuð verið kannað? Menn eru ekki á einu máli um hvort vegi þyngra, réttur barns til eigin líkama eða réttur foreldra til að ráða því hvort sveinbarn er umskorið eða ekki. Við vitum ekki hvort viðhorfið er algengara. Verra er þó að við vitum ekki um afstöðu ríkisvaldsins til umskurðar drengja af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum. Eins og staðan er ríkir algjör óvissa um það hvort slíkar aðgerðir séu löglegar eða ekki. Í dag er alþjóðlegur dagur mannréttinda barna. Það er við hæfi á þessum degi að hvetja þá Alþingismenn sem nokkra sómakennd hafa að beita sér fyrir því að þessari óvissu verði eytt. Ef löggjafarvaldið ætlar að láta umskurð á drengjum viðgangast þá þarf það að vera skýrt í lögum. Sömuleiðis þyrfti þá að kveða á um það hverjir megi fremja slíkar aðgerðir og við hvaða aðstæður. Eins og staðan er þá er ekki einu sinni á hreinu hvort foreldrar megi umskera dreng í heimahúsi. Höfundur er lögmaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun