Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 11:01 Skóli er ekki geymsla sem kennir börnum bók- og tölustafi, heldur hluti af því þorpi sem elur upp barn. Í starfi mínu sem barnasálfræðingur voru það allra helst skólar sem bentu fyrst á áhyggjur af hegðun og líðan barna. Þegar kom að því að hjálpa einstökum börnum, skipti samstarf við skóla ekki síður máli en samstarf við foreldra. Því miður er tilhneiging til að tala niður menntakerfið okkar og jafnvel hörfa aftur til fortíðar en naflaskoðunar er vissulega þörf. Það er margt sem mætti skoða betur innan menntakerfisins en hér vil ég vekja athygli á tvennu. Annars vegar starfsumhverfi kennara, en starfið er gefandi og krefjandi í senn því við ætlumst einhvern veginn til þess að kennarar séu ekki bara kennarar heldur einnig félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, túlkar og jafnvel tæknimenn. Úr þessu þarf að bæta og ég hef þess vegna kallað eftir skriflega eftir svörum frá mennta- og barnamálaráðherra um aðgerðir til að bæta starfsumhverfið en einnig hvort ekki sé þörf á að þarfagreina fjölbreyttari aðkomu fagstétta, annarra en kennara, innan menntakerfisins. Ég hef líka áhyggjur af skorti á virðingu fyrir skólaskyldunni. Íslenskt skólaár er með þeim styttri sem þekkjast í kringum okkur. Í samtölum við kennara hef ég heyrt að algengt sé að foreldrar fari í löng frí, á skólatíma, og sinna ekki námi barnsins á meðan. Börnin dragast aftur úr, og erfitt er fyrir kennara að þurfa að koma þeim á sporið og heill bekkur er kominn langt fram úr. Eftir situr barn sem lærir ekki stafkrók um atviksorð vegna Teneferðar. Sum sveitarfélög hafa nú þegar gripið til aðgerða til árangurs vegna þess vandamáls sem mér skilst að sé vaxandi, en betur má ef duga skal. Við þurfum að sjá svart á hvítu hve mikið börn eru að missa úr skóla vegna leyfistöku vegna ferðalaga. Því hef ég einnig óskað eftir því að mennta- og barnamálaráðherra taki saman slíka tölfræði og hvort þörf sé á aðgerðum. Við þurfum að senda foreldrum og börnum skýr skilaboð. Menntun skiptir máli og okkur ber að virða hana. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Skóli er ekki geymsla sem kennir börnum bók- og tölustafi, heldur hluti af því þorpi sem elur upp barn. Í starfi mínu sem barnasálfræðingur voru það allra helst skólar sem bentu fyrst á áhyggjur af hegðun og líðan barna. Þegar kom að því að hjálpa einstökum börnum, skipti samstarf við skóla ekki síður máli en samstarf við foreldra. Því miður er tilhneiging til að tala niður menntakerfið okkar og jafnvel hörfa aftur til fortíðar en naflaskoðunar er vissulega þörf. Það er margt sem mætti skoða betur innan menntakerfisins en hér vil ég vekja athygli á tvennu. Annars vegar starfsumhverfi kennara, en starfið er gefandi og krefjandi í senn því við ætlumst einhvern veginn til þess að kennarar séu ekki bara kennarar heldur einnig félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, túlkar og jafnvel tæknimenn. Úr þessu þarf að bæta og ég hef þess vegna kallað eftir skriflega eftir svörum frá mennta- og barnamálaráðherra um aðgerðir til að bæta starfsumhverfið en einnig hvort ekki sé þörf á að þarfagreina fjölbreyttari aðkomu fagstétta, annarra en kennara, innan menntakerfisins. Ég hef líka áhyggjur af skorti á virðingu fyrir skólaskyldunni. Íslenskt skólaár er með þeim styttri sem þekkjast í kringum okkur. Í samtölum við kennara hef ég heyrt að algengt sé að foreldrar fari í löng frí, á skólatíma, og sinna ekki námi barnsins á meðan. Börnin dragast aftur úr, og erfitt er fyrir kennara að þurfa að koma þeim á sporið og heill bekkur er kominn langt fram úr. Eftir situr barn sem lærir ekki stafkrók um atviksorð vegna Teneferðar. Sum sveitarfélög hafa nú þegar gripið til aðgerða til árangurs vegna þess vandamáls sem mér skilst að sé vaxandi, en betur má ef duga skal. Við þurfum að sjá svart á hvítu hve mikið börn eru að missa úr skóla vegna leyfistöku vegna ferðalaga. Því hef ég einnig óskað eftir því að mennta- og barnamálaráðherra taki saman slíka tölfræði og hvort þörf sé á aðgerðum. Við þurfum að senda foreldrum og börnum skýr skilaboð. Menntun skiptir máli og okkur ber að virða hana. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar