Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 09:32 Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna. Íslenskar konur hafa þorað, getað og viljað standa vörð um mannréttindi og barist fyrir jafnrétti í samfélaginu. Árangurinn og samstaðan er í mörgu fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir en við lifum á tímum bakslags þegar kemur að margvíslegum réttindabaráttum og það á einnig við um femíníska réttindabaráttu. Samtíma femínismi hefur eins og svo margt annað í nútímasamfélagi myndað samfélög í netheimum sem tengja saman ólíka menningarheima og heimshorn. Kvennamorð og kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt mál sem hefur vakið töluverða athygli og umræðu á netinu sem og í fjölmiðlum víðsvegar um heim. Í greininni "Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir" sem birtist á Vísi fyrir rétt tæpu ári síðan, bendir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á að árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Það var aukning á kvennamorðum frá 2022 en þá var kona myrt á 11 mínútna fresti sem aftur var aukning frá árinu 2021 þegar kona var drepin á 12 mínútna fresti. Í greininni segir orðrétt: „Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland.” Kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt vandamál á Íslandi en samtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót veita aðstoð fyrir fólk í ofbeldissamböndum og fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Enn og aftur fer umræða um kvennamorð og kynbundið ofbeldi sem bylgja um netheima en í Suður-Afríku er kona myrt að meðaltali á 2.5 klukkustunda fresti eða 15 konur daglega. Kvennamorð eru 6 sinnum algengari í Suður-Afríku en heimsmeðaltalið. Á einu ári frá apríl 2023 til mars 2024 voru 5.578 konur myrtar í Suður-Afríku en það er 33.8% aukning frá fyrra ári. 42.569 nauðgunarmál voru tilkynnt til lögreglu 2023/24 en áætlað er að 95% nauðgunartilvika séu ekki tilkynnt.* Suður-Afrísku samtökin Women for Change hafa þrýst á yfirvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Hvatt er til mótmæla víðsvegar um Suður-Afríku 21. nóvember. Dagsetningin er valin í aðdraganda G20-fundarins sem verður haldin í Jóhannesarborg þetta árið. Þá eru konur og hinsegin fólk hvött til að leggja niður jafnt launuð sem og ólaunuð störf og sniðganga hagkerfið þann daginn. Fólk er beðið um að leggjast niður í 15 mínútur frá klukkan 12:00 til að minnast þeirra 15 kvenna sem myrtar eru daglega og klæðast svörtu, lit sorgar og mótspyrnu. Einnig er fólk beðið um að gera prófílmyndina sína fjólubláa til að vekja athygli á baráttunni í netheimum ásamt því að ræða og deila upplýsingum. Í aðdraganda mótmælanna hefur fjöldi fólks skipt yfir í fjólubláa prófílmynd á samfélagsmiðlum. Fjólublái liturinn táknar samstöðu með fórnarlömbum kynbundins ofbeldis og kvennamorða í Suður-Afríku. Þetta táknræna atferli, að skipta út mynd af sjálfum sér fyrir málstað er ekki flókið en hefur hlotið gagnrýni og kölluð sýndarmennska. Kjarninn felst í samstöðu og sýnileika sem spyrnir gegn því að hægt sé að horfa fram hjá vandamálinu. Þannig getur samstaða skipt sköpum þegar kemur að því að krefjast breytinga og mannréttinda. Samstaðan í netheimum hefur teygt sig langt umfram landamæri Suður-Afríku en það hefur margoft sýnt sig að samstaða frá þeim sem þora, geta og vilja standa með mannréttindum telur. *Heimild: https://womenforchange.co.za/petition-gbvf-national-disaster/ Höfundur er tónlistarkona og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Suður-Afríka Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna. Íslenskar konur hafa þorað, getað og viljað standa vörð um mannréttindi og barist fyrir jafnrétti í samfélaginu. Árangurinn og samstaðan er í mörgu fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir en við lifum á tímum bakslags þegar kemur að margvíslegum réttindabaráttum og það á einnig við um femíníska réttindabaráttu. Samtíma femínismi hefur eins og svo margt annað í nútímasamfélagi myndað samfélög í netheimum sem tengja saman ólíka menningarheima og heimshorn. Kvennamorð og kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt mál sem hefur vakið töluverða athygli og umræðu á netinu sem og í fjölmiðlum víðsvegar um heim. Í greininni "Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir" sem birtist á Vísi fyrir rétt tæpu ári síðan, bendir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á að árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Það var aukning á kvennamorðum frá 2022 en þá var kona myrt á 11 mínútna fresti sem aftur var aukning frá árinu 2021 þegar kona var drepin á 12 mínútna fresti. Í greininni segir orðrétt: „Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland.” Kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt vandamál á Íslandi en samtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót veita aðstoð fyrir fólk í ofbeldissamböndum og fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Enn og aftur fer umræða um kvennamorð og kynbundið ofbeldi sem bylgja um netheima en í Suður-Afríku er kona myrt að meðaltali á 2.5 klukkustunda fresti eða 15 konur daglega. Kvennamorð eru 6 sinnum algengari í Suður-Afríku en heimsmeðaltalið. Á einu ári frá apríl 2023 til mars 2024 voru 5.578 konur myrtar í Suður-Afríku en það er 33.8% aukning frá fyrra ári. 42.569 nauðgunarmál voru tilkynnt til lögreglu 2023/24 en áætlað er að 95% nauðgunartilvika séu ekki tilkynnt.* Suður-Afrísku samtökin Women for Change hafa þrýst á yfirvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Hvatt er til mótmæla víðsvegar um Suður-Afríku 21. nóvember. Dagsetningin er valin í aðdraganda G20-fundarins sem verður haldin í Jóhannesarborg þetta árið. Þá eru konur og hinsegin fólk hvött til að leggja niður jafnt launuð sem og ólaunuð störf og sniðganga hagkerfið þann daginn. Fólk er beðið um að leggjast niður í 15 mínútur frá klukkan 12:00 til að minnast þeirra 15 kvenna sem myrtar eru daglega og klæðast svörtu, lit sorgar og mótspyrnu. Einnig er fólk beðið um að gera prófílmyndina sína fjólubláa til að vekja athygli á baráttunni í netheimum ásamt því að ræða og deila upplýsingum. Í aðdraganda mótmælanna hefur fjöldi fólks skipt yfir í fjólubláa prófílmynd á samfélagsmiðlum. Fjólublái liturinn táknar samstöðu með fórnarlömbum kynbundins ofbeldis og kvennamorða í Suður-Afríku. Þetta táknræna atferli, að skipta út mynd af sjálfum sér fyrir málstað er ekki flókið en hefur hlotið gagnrýni og kölluð sýndarmennska. Kjarninn felst í samstöðu og sýnileika sem spyrnir gegn því að hægt sé að horfa fram hjá vandamálinu. Þannig getur samstaða skipt sköpum þegar kemur að því að krefjast breytinga og mannréttinda. Samstaðan í netheimum hefur teygt sig langt umfram landamæri Suður-Afríku en það hefur margoft sýnt sig að samstaða frá þeim sem þora, geta og vilja standa með mannréttindum telur. *Heimild: https://womenforchange.co.za/petition-gbvf-national-disaster/ Höfundur er tónlistarkona og kennari.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar