Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 10:47 Í grein sem bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 11. nóvember s.l. hreykir hún sér af því að hafa lækkað fasteignaskatta um 3,7 milljarða frá upphafi kjörtímabilsins árið 2022. Hún segir markmið meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarflokka vera að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Eru þjónusta og lífsgæði góð? Eins og flestir sjá þá fara þessi markmið illa saman. Félagsþjónustan í Kópavogi hefur verið fjársvelt lengi. Sem dæmi þá er Kópavogur ekki að framfylgja lögbundnum skyldum sínum gagnvart fötluðum og öðrum sem þurfa stuðnings- og stoðþjónustu. Á þriðja hundrað börn og aðrir einstaklingar eru á biðlista eftir þjónustu en ekki er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni á næsta ári nema fyrir helmings þess hóps. Hinir verða bara að bíða áfram burtséð frá þjónustuþörf. Ekki er hægt að líta á það sem öfluga þjónustu. Sama má segja um félagslegt húsnæði. Lítil fjölgun íbúða hefur átt sér stað í kerfinu síðustu ár þrátt fyrir stöðuga fjölgun bæjarbúa og alltaf eru um hundrað manns á biðlista eftir úrræði. Eftir breytingar á leikskólakerfinu standa 70% foreldra leikskólabarna undir sama hlutfalli rekstrar leikskóla og 100% foreldra gerðu áður. Þessi ráðstöfun er að sliga mörg heimili og það má spyrja hvort þetta sé yfir höfuð löglegt. Leikskólagjöld eru langhæst í Kópavogi svo um munar. Þessir foreldrar eru örugglega ekki sammála því að lífsgæði þeirra hafi aukist. Svo er það ábyrgi reksturinn Í grein sinni segir Ásdís „Á sama tíma hefur Samfylkingin í Kópavogi margsinnis lagt til hærri skatta allt þetta kjörtímabil og látið lítinn vafa leika á að flokkurinn líti á lægri skatta á heimilin sem vannýttar tekjur“. Þetta er að sumu leiti rétt hjá bæjarstjóranum en ég hef ítrekað bent á að bærinn eigi að nýta útsvarstekjustofninn til fulls. Í dag er útsvarsprósenta í Kópavogi 14,93% en hámarksprósenta er 14,97%. 12 af 71 sveitarfélögum nota ekki hámarks útsvarsprósentu, flest lítil með aðra tekjustofna en þetta gera einnig fimm sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þessi sömu sveitarfélög hafa skilað ársreikningum síðustu ár undir eða við núllið. Kópavogur er þar á meðal. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða Kópavogs neikvæð um rúma 2 milljarða, árið 2023 neikvæð um 754 milljónir og árið 2024 jákvæð um 4,2 milljarða. Þess ber að geta að það ár komu 3,7 milljarðar inn sem einskiptistekjur vegna lóðaúthlutanna, gatnagerðargjalda og söluhagnaðar. Á sama tíma telur bæjarstjórinn það sjálfsagt mál að vannýta lögbundna tekjustofna sveitarfélagsins. Og ekki nóg með það þá hafa langtímaskuldir bæjarins sjaldan verið hærri. Einskiptistekjur á aldrei að nýta til rekstrar. Reksturinn þarf að vera sjálfbær og þess vegna er stöðugt samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um að stilla af tekjustofna sveitarfélaga eftir því sem þjónustuþörf þeirra eykst. Full nýting útsvars allra sveitarfélaga er forsenda þess að jöfnunarsjóður virki sem jöfnunartæki á milli sveitarfélaga. Hvað fasteignaskatta varðar þá hef ég ekki lagst gegn lækkun þeirra vegna þess að það módel sem notað er í dag til álagningar er að mörgu leiti ósanngjarnt að mínu mati. En að hreykja sér af því að vera með lægstu fasteignaskatta á landinu finnst mér skjóta skökku við þegar tekjustofnar standa ekki undir rekstrinum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í grein sem bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 11. nóvember s.l. hreykir hún sér af því að hafa lækkað fasteignaskatta um 3,7 milljarða frá upphafi kjörtímabilsins árið 2022. Hún segir markmið meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarflokka vera að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Eru þjónusta og lífsgæði góð? Eins og flestir sjá þá fara þessi markmið illa saman. Félagsþjónustan í Kópavogi hefur verið fjársvelt lengi. Sem dæmi þá er Kópavogur ekki að framfylgja lögbundnum skyldum sínum gagnvart fötluðum og öðrum sem þurfa stuðnings- og stoðþjónustu. Á þriðja hundrað börn og aðrir einstaklingar eru á biðlista eftir þjónustu en ekki er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni á næsta ári nema fyrir helmings þess hóps. Hinir verða bara að bíða áfram burtséð frá þjónustuþörf. Ekki er hægt að líta á það sem öfluga þjónustu. Sama má segja um félagslegt húsnæði. Lítil fjölgun íbúða hefur átt sér stað í kerfinu síðustu ár þrátt fyrir stöðuga fjölgun bæjarbúa og alltaf eru um hundrað manns á biðlista eftir úrræði. Eftir breytingar á leikskólakerfinu standa 70% foreldra leikskólabarna undir sama hlutfalli rekstrar leikskóla og 100% foreldra gerðu áður. Þessi ráðstöfun er að sliga mörg heimili og það má spyrja hvort þetta sé yfir höfuð löglegt. Leikskólagjöld eru langhæst í Kópavogi svo um munar. Þessir foreldrar eru örugglega ekki sammála því að lífsgæði þeirra hafi aukist. Svo er það ábyrgi reksturinn Í grein sinni segir Ásdís „Á sama tíma hefur Samfylkingin í Kópavogi margsinnis lagt til hærri skatta allt þetta kjörtímabil og látið lítinn vafa leika á að flokkurinn líti á lægri skatta á heimilin sem vannýttar tekjur“. Þetta er að sumu leiti rétt hjá bæjarstjóranum en ég hef ítrekað bent á að bærinn eigi að nýta útsvarstekjustofninn til fulls. Í dag er útsvarsprósenta í Kópavogi 14,93% en hámarksprósenta er 14,97%. 12 af 71 sveitarfélögum nota ekki hámarks útsvarsprósentu, flest lítil með aðra tekjustofna en þetta gera einnig fimm sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þessi sömu sveitarfélög hafa skilað ársreikningum síðustu ár undir eða við núllið. Kópavogur er þar á meðal. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða Kópavogs neikvæð um rúma 2 milljarða, árið 2023 neikvæð um 754 milljónir og árið 2024 jákvæð um 4,2 milljarða. Þess ber að geta að það ár komu 3,7 milljarðar inn sem einskiptistekjur vegna lóðaúthlutanna, gatnagerðargjalda og söluhagnaðar. Á sama tíma telur bæjarstjórinn það sjálfsagt mál að vannýta lögbundna tekjustofna sveitarfélagsins. Og ekki nóg með það þá hafa langtímaskuldir bæjarins sjaldan verið hærri. Einskiptistekjur á aldrei að nýta til rekstrar. Reksturinn þarf að vera sjálfbær og þess vegna er stöðugt samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um að stilla af tekjustofna sveitarfélaga eftir því sem þjónustuþörf þeirra eykst. Full nýting útsvars allra sveitarfélaga er forsenda þess að jöfnunarsjóður virki sem jöfnunartæki á milli sveitarfélaga. Hvað fasteignaskatta varðar þá hef ég ekki lagst gegn lækkun þeirra vegna þess að það módel sem notað er í dag til álagningar er að mörgu leiti ósanngjarnt að mínu mati. En að hreykja sér af því að vera með lægstu fasteignaskatta á landinu finnst mér skjóta skökku við þegar tekjustofnar standa ekki undir rekstrinum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar