Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar 19. nóvember 2025 10:02 Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða. Í þessu er fólgin þversögn - þversögnin er sú að stór hluti af þeim sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi - sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar. Þróunin síðan 2010 hefur verið hröð og í dag er svo komið að hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara. Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar. Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni. Ég hef flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrártjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og get fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir tónlistina okkar. Þessi þróun er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf tónlistinni okkar líf. Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi. Það er í raun og veru það sem túristarnir koma hingað til að sjá og upplifa í okkar yndislegu borg - en ekki hitt - sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða. Í þessu er fólgin þversögn - þversögnin er sú að stór hluti af þeim sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi - sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar. Þróunin síðan 2010 hefur verið hröð og í dag er svo komið að hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara. Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar. Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni. Ég hef flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrártjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og get fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir tónlistina okkar. Þessi þróun er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf tónlistinni okkar líf. Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi. Það er í raun og veru það sem túristarnir koma hingað til að sjá og upplifa í okkar yndislegu borg - en ekki hitt - sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar