Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2025 14:33 Í sjónvarpsfréttum RÚV 18. nóvember 2025 var fullyrt að unglingadrykkja hefði „aukist verulega síðustu tvö ár“. Vísað var í niðurstöður nýrrar könnunar Rannsókna og greininga meðal grunnskólanema í 8.–10. bekk, þar sem fram kemur að 22% þeirra hafi einhvern tíma drukkið áfengi og 7% hafi orðið ölvuð (RÚV, 2025a; RÚV, 2025b). Drykkja meðal ungmenna snertir lýðheilsu, öryggi og félagslega velferð og því skiptir máli að umfjöllun byggist á áreiðanlegum samanburði yfir tíma — ekki aðeins á einstökum mælingum eða túlkun viðmælenda. Ef draga á ályktanir um raunverulega þróun þarf að bera núverandi gögn saman við fyrri rannsóknir og meta hvort breytingar séu marktækar í samhengi við fyrri kynslóðir unglinga. Án slíks samanburðar höfum við aðeins tilfinningu — ekki mynd af þróun. Þessi grein spyr því einfaldlega: Hefur unglingadrykkja mælanlega aukist — eða er verið að túlka einstakar vísbendingar sem merki um að vandinn sé að stigmagnast? Hvað segja gögnin sem RÚV byggir á – og hvað segja þau ekki? Í fréttinni er dregin upp mynd af verulegri aukningu unglingadrykkju um allt land. Sú niðurstaða byggir hins vegar á þremur niðurstöðum skýrslunnar (RÚV, 2025a; RÚV, 2025b): 1. Viðhorfakönnun meðal stjórnenda félagsmiðstöðva Rúmlega 64% svarenda telja að unglingadrykkja hafi aukist síðustu tvö ár. Þetta eru huglæg viðhorf þeirra sem starfa með unglingum – ekki mæld hegðun eða samanburður við fyrri ár. Upplifun starfsfólks getur verið breytileg milli staða og endurspeglar hvernig þau sjá ungmennin í sínu nærumhverfi, en ekki endilega þróun í samfélaginu í heild. 2. Tölur úr könnun meðal ungmenna – án samanburðar við fyrri ár 22% hafa drukkið áfengi um ævina 7% hafa orðið ölvuð um ævina Þannig er birt mynd af stöðu á einum tímapunkti, en ekki þróun yfir tíma. Án þess að bera niðurstöðurnar saman við fyrri ár vitum við ekki hvort þetta sé aukning. 3. Túlkun einstakra viðmælenda um orsakir Covid, aukið aðgengi að áfengi og minni aðkoma foreldra eru nefnd sem ástæður – án stuðnings gagna. Fullyrðingar sem settar eru fram sem staðreyndir „Unglingadrykkja hefur aukist verulega.“ „Um allt land.“ „Þetta er aftur orðið mikið vandamál.“ Slíkar yfirlýsingar verða að byggjast á heildargögnum fyrir landið allt og helst á sögulegri þróun – ekki einni mælingu. Ef horft er til þess mælikvarða sem hefur verið notaður samfellt frá árinu 1998 – hlutfalls 10. bekkinga sem hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga – þá er hann talinn lykilvísir um virka og reglubundna áfengisneyslu fremur en einstakar mælingar (Rannsóknir og greining, 2018). Gögnin sýna ekki þá aukningu sem haldið er fram Ef litið er til þessarar þróunar hefur ölvun síðustu 30 daga dregist verulega saman síðustu áratugi. Árið 1998 sögðust um 42% 10. bekkinga hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga. Árið 2018 var þetta hlutfall komið niður í um 5%. Samkvæmt nýjustu niðurstöðunum fyrir árin 2023 og 2025 hefur þetta hlutfall haldið áfram að lækka þegar horft er til sveitarfélaga utan Reykjavíkur, úr 5,6% í 3,9% en heildarskýrslan hefur ekki enn verið birt og beiðni um að fá skýrsluna í heild afhenta ekki skilað árangri, enn sem komið er. Því er aðeins hægt að greina sveitarfélög utan Reykjavíkur. Sú greining bendir ekki til mikillar aukningar síðustu ára heldur áframhaldandi samdráttar í neyslu svo framarlega sem að niðurstöður úr Reykjavík séu ekki þeim mun verri (Rannsóknir og greining, 2025a; Rannsóknir og greining, 2025b). Þegar horft er til mælingarinnar „ölvun um ævina“ kann mögulega að birtast fréttnæmt efni, þó hún segi ekki beint til um breytingar á neysluhegðun. Í heild segja 11.3% ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina árið 2025 en hlutfallið var 13.9% árið 2023. Hér er því ekki hægt að fullyrða um marktækar breytingar í ógæfuátt þar sem hlutfallið dregst saman og hæpið að líkja því við árið 1998, þegar hlutfall þeirra sem höfðu verið ölvuð síðustu 30 daga var rúmlega 40% (Rannsóknir og greining, 2025a; Rannsóknir og greining, 2025b). Þegar þessar niðurstöður eru lagðar saman verður ekki ráðið af fyrirliggjandi gögnum að unglingadrykkja sé í mikilli eða skyndilegri aukningu eins og gefið var í skyn í fréttaflutningi RÚV. Þvert á móti benda mælingar á hegðun til þess að áfengisneysla grunnskólanema sé að minnsta kosti, utan Reykjavíkur, í sögulegu lágmarki og jafnvel að dragast saman. Áður en hægt er að draga ályktanir um heildarmyndina þarf þó að bíða eftir tölum fyrir Reykjavíkurborg, sem hefur mestu áhrifin á heildarniðurstöðurnar. Ef þar kemur í ljós að frétt RÚV sé ekki eins villandi og þessi greining gefur til kynna er það efni í sérstaka frétt um ástandið í Reykjavík. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Heimildir Rannsóknir og greining. (2018). Ungt fólk 2018: Grunnskólanemar 8., 9. og 10. bekkur. Rannsóknir og greining. Rannsóknir og greining. (2025a). Ungt fólk vorið 2025: Hafnarfjörður. Rannsóknir og greining. Rannsóknir og greining. (2025b). Ungt fólk vorið 2025: Kópavogur. Rannsóknir og greining. RÚV. (2025a, 18. nóvember). Unglingadrykkja eykst að nýju. Sótt af https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-11-18-unglingadrykkja-eykst-ad-nyju-459213 RÚV. (2025b, 18. nóvember). Unglingadrykkja hafin að nýju [Sjónvarpsfrétt]. RÚV Sjónvarp. Sótt af https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8oi/unglingadrykkja-hafin-ad-nyju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV 18. nóvember 2025 var fullyrt að unglingadrykkja hefði „aukist verulega síðustu tvö ár“. Vísað var í niðurstöður nýrrar könnunar Rannsókna og greininga meðal grunnskólanema í 8.–10. bekk, þar sem fram kemur að 22% þeirra hafi einhvern tíma drukkið áfengi og 7% hafi orðið ölvuð (RÚV, 2025a; RÚV, 2025b). Drykkja meðal ungmenna snertir lýðheilsu, öryggi og félagslega velferð og því skiptir máli að umfjöllun byggist á áreiðanlegum samanburði yfir tíma — ekki aðeins á einstökum mælingum eða túlkun viðmælenda. Ef draga á ályktanir um raunverulega þróun þarf að bera núverandi gögn saman við fyrri rannsóknir og meta hvort breytingar séu marktækar í samhengi við fyrri kynslóðir unglinga. Án slíks samanburðar höfum við aðeins tilfinningu — ekki mynd af þróun. Þessi grein spyr því einfaldlega: Hefur unglingadrykkja mælanlega aukist — eða er verið að túlka einstakar vísbendingar sem merki um að vandinn sé að stigmagnast? Hvað segja gögnin sem RÚV byggir á – og hvað segja þau ekki? Í fréttinni er dregin upp mynd af verulegri aukningu unglingadrykkju um allt land. Sú niðurstaða byggir hins vegar á þremur niðurstöðum skýrslunnar (RÚV, 2025a; RÚV, 2025b): 1. Viðhorfakönnun meðal stjórnenda félagsmiðstöðva Rúmlega 64% svarenda telja að unglingadrykkja hafi aukist síðustu tvö ár. Þetta eru huglæg viðhorf þeirra sem starfa með unglingum – ekki mæld hegðun eða samanburður við fyrri ár. Upplifun starfsfólks getur verið breytileg milli staða og endurspeglar hvernig þau sjá ungmennin í sínu nærumhverfi, en ekki endilega þróun í samfélaginu í heild. 2. Tölur úr könnun meðal ungmenna – án samanburðar við fyrri ár 22% hafa drukkið áfengi um ævina 7% hafa orðið ölvuð um ævina Þannig er birt mynd af stöðu á einum tímapunkti, en ekki þróun yfir tíma. Án þess að bera niðurstöðurnar saman við fyrri ár vitum við ekki hvort þetta sé aukning. 3. Túlkun einstakra viðmælenda um orsakir Covid, aukið aðgengi að áfengi og minni aðkoma foreldra eru nefnd sem ástæður – án stuðnings gagna. Fullyrðingar sem settar eru fram sem staðreyndir „Unglingadrykkja hefur aukist verulega.“ „Um allt land.“ „Þetta er aftur orðið mikið vandamál.“ Slíkar yfirlýsingar verða að byggjast á heildargögnum fyrir landið allt og helst á sögulegri þróun – ekki einni mælingu. Ef horft er til þess mælikvarða sem hefur verið notaður samfellt frá árinu 1998 – hlutfalls 10. bekkinga sem hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga – þá er hann talinn lykilvísir um virka og reglubundna áfengisneyslu fremur en einstakar mælingar (Rannsóknir og greining, 2018). Gögnin sýna ekki þá aukningu sem haldið er fram Ef litið er til þessarar þróunar hefur ölvun síðustu 30 daga dregist verulega saman síðustu áratugi. Árið 1998 sögðust um 42% 10. bekkinga hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga. Árið 2018 var þetta hlutfall komið niður í um 5%. Samkvæmt nýjustu niðurstöðunum fyrir árin 2023 og 2025 hefur þetta hlutfall haldið áfram að lækka þegar horft er til sveitarfélaga utan Reykjavíkur, úr 5,6% í 3,9% en heildarskýrslan hefur ekki enn verið birt og beiðni um að fá skýrsluna í heild afhenta ekki skilað árangri, enn sem komið er. Því er aðeins hægt að greina sveitarfélög utan Reykjavíkur. Sú greining bendir ekki til mikillar aukningar síðustu ára heldur áframhaldandi samdráttar í neyslu svo framarlega sem að niðurstöður úr Reykjavík séu ekki þeim mun verri (Rannsóknir og greining, 2025a; Rannsóknir og greining, 2025b). Þegar horft er til mælingarinnar „ölvun um ævina“ kann mögulega að birtast fréttnæmt efni, þó hún segi ekki beint til um breytingar á neysluhegðun. Í heild segja 11.3% ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina árið 2025 en hlutfallið var 13.9% árið 2023. Hér er því ekki hægt að fullyrða um marktækar breytingar í ógæfuátt þar sem hlutfallið dregst saman og hæpið að líkja því við árið 1998, þegar hlutfall þeirra sem höfðu verið ölvuð síðustu 30 daga var rúmlega 40% (Rannsóknir og greining, 2025a; Rannsóknir og greining, 2025b). Þegar þessar niðurstöður eru lagðar saman verður ekki ráðið af fyrirliggjandi gögnum að unglingadrykkja sé í mikilli eða skyndilegri aukningu eins og gefið var í skyn í fréttaflutningi RÚV. Þvert á móti benda mælingar á hegðun til þess að áfengisneysla grunnskólanema sé að minnsta kosti, utan Reykjavíkur, í sögulegu lágmarki og jafnvel að dragast saman. Áður en hægt er að draga ályktanir um heildarmyndina þarf þó að bíða eftir tölum fyrir Reykjavíkurborg, sem hefur mestu áhrifin á heildarniðurstöðurnar. Ef þar kemur í ljós að frétt RÚV sé ekki eins villandi og þessi greining gefur til kynna er það efni í sérstaka frétt um ástandið í Reykjavík. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Heimildir Rannsóknir og greining. (2018). Ungt fólk 2018: Grunnskólanemar 8., 9. og 10. bekkur. Rannsóknir og greining. Rannsóknir og greining. (2025a). Ungt fólk vorið 2025: Hafnarfjörður. Rannsóknir og greining. Rannsóknir og greining. (2025b). Ungt fólk vorið 2025: Kópavogur. Rannsóknir og greining. RÚV. (2025a, 18. nóvember). Unglingadrykkja eykst að nýju. Sótt af https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-11-18-unglingadrykkja-eykst-ad-nyju-459213 RÚV. (2025b, 18. nóvember). Unglingadrykkja hafin að nýju [Sjónvarpsfrétt]. RÚV Sjónvarp. Sótt af https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8oi/unglingadrykkja-hafin-ad-nyju
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar