Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 12:31 Þegar þessi orð eru skrifuð er um það bil hálft ár í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Mið og hægri flokkarnir eru önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir kosningarnar en af vinstri vængnum er fátt að frétta. Það er þó margt í almennri þróun stjórnmála í nágrannalöndum okkar sem ætti að vera hvetjandi fyrir þá sem starfa á vinstri væng stjórnmálanna til að girða sig í brók og taka til hendinni. Popúlistabylgjan virðist hafa náð ákveðnum hámarki, í bili að minnsta kosti, og jafnvel vera í rénun, sókn krataflokkanna til hægri hefur nær allstaðar, nema hér á landi, endað með ósköpum eins og sjá má í Danmörku og Bretlandi og síðast en ekki síst virðist komin fram formúla sem dugar til að snúa hægri þróun undanfarinna ára við. Fyrirmyndirnar má sækja til Kaupmannahafnar og New York þar sem vinstri öfl hafa unnið stórsigra á undanförnum vikum. Í fyrrnefndu borginni voru það rauðgrænu flokkarnir yst til vinstri og í New York hinn baráttuglaði Zohran Mamdani og Demókrataflokkurinn sem þar á bæ er töluvert til vinstri og ekki bara miðað við Bandaríkin. Formúlan fyrir þessum glæsilegu sigrum er í raun sára einföld. Skýr vinstri stefna byggð á lágmarkskröfum sem flest venjulegt fólk getur tekið undir og taka á því sem heitast brennur á fólki með raunhæfum aðgerðum. Vandamálin virðast ævinlega vera þau sömu hvort sem er í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, ójöfnuður, húsnæðisvandi, versnandi lífskjör og heilbrigðiskerfi í ólestri. Sigurvegararnir í New York og Kaupmannahöfn settu fram skýra stefnu í þessum málum, einkum húsnæðismálunum, og það bar árangur. Það er hins vegar svo að ef ég þekki vinstri hreyfinguna á Íslandi rétt þá er takmarkaður áhugi á slíku. Þar á bæ kunna menn best við sig þegar þeir sitja í einangruðum, valdalitlum hópum, hver á sínum donti, hreyta fúkyrðum hver í annan og skilja ekkert í af hverju þeir njóta ekki fjöldafylgis. Sumt breytist aldrei. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er um það bil hálft ár í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Mið og hægri flokkarnir eru önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir kosningarnar en af vinstri vængnum er fátt að frétta. Það er þó margt í almennri þróun stjórnmála í nágrannalöndum okkar sem ætti að vera hvetjandi fyrir þá sem starfa á vinstri væng stjórnmálanna til að girða sig í brók og taka til hendinni. Popúlistabylgjan virðist hafa náð ákveðnum hámarki, í bili að minnsta kosti, og jafnvel vera í rénun, sókn krataflokkanna til hægri hefur nær allstaðar, nema hér á landi, endað með ósköpum eins og sjá má í Danmörku og Bretlandi og síðast en ekki síst virðist komin fram formúla sem dugar til að snúa hægri þróun undanfarinna ára við. Fyrirmyndirnar má sækja til Kaupmannahafnar og New York þar sem vinstri öfl hafa unnið stórsigra á undanförnum vikum. Í fyrrnefndu borginni voru það rauðgrænu flokkarnir yst til vinstri og í New York hinn baráttuglaði Zohran Mamdani og Demókrataflokkurinn sem þar á bæ er töluvert til vinstri og ekki bara miðað við Bandaríkin. Formúlan fyrir þessum glæsilegu sigrum er í raun sára einföld. Skýr vinstri stefna byggð á lágmarkskröfum sem flest venjulegt fólk getur tekið undir og taka á því sem heitast brennur á fólki með raunhæfum aðgerðum. Vandamálin virðast ævinlega vera þau sömu hvort sem er í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, ójöfnuður, húsnæðisvandi, versnandi lífskjör og heilbrigðiskerfi í ólestri. Sigurvegararnir í New York og Kaupmannahöfn settu fram skýra stefnu í þessum málum, einkum húsnæðismálunum, og það bar árangur. Það er hins vegar svo að ef ég þekki vinstri hreyfinguna á Íslandi rétt þá er takmarkaður áhugi á slíku. Þar á bæ kunna menn best við sig þegar þeir sitja í einangruðum, valdalitlum hópum, hver á sínum donti, hreyta fúkyrðum hver í annan og skilja ekkert í af hverju þeir njóta ekki fjöldafylgis. Sumt breytist aldrei. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar