Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 08:30 Sandro Eric Sosing varð að draga sig úr keppni á HM og eyðir væntanlega jólunum á sjúkrahúsi í London. Getty/Tom Dulat Sandro Eric Sosing varð óvænt að draga sig úr keppni rétt áður en hann átti að stíga á svið á föstudaginn, á HM í pílukasti. Nú er orðið ljóst hve alvarleg ástæðan var. Sosing, einn fjögurra Filippseyinga á HM, átti að mæta Ian White á föstudaginn en fór að finna fyrir brjóstverkjum í upphitun fyrir leikinn. Hann varð á endanum að hætta við keppni og var fluttur á sjúkrahús. Sosing hefur núna verið greindur með Guillain-Barré heilkennið. Á vef Lyfjastofnunnar segir um heilkennið að það sé sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi. „Sandro vill þakka öllum þeim sem hafa spurst fyrir um líðan hans og sent honum hlýjar batakveðjur,“ segir í tilkynningu frá PDC Darts um stöðuna á Sosing. Eftir að leik Sosing við White var aflýst komst White beint áfram í 2. umferð, þar sem hann vann Ritchie Edhouse. White mun því mæta sjálfum Luke Littler í 3. umferðinni. Sosing er í 225. sæti heimslistans og komst á HM eftir að hafa endað í 2. sæti á Asíumóti PDC. Landi Sosing, Paolo Nebrida, tileinkaði honum afar óvæntan sigur sinn gegn Ross Smith í gær. Nebrida er fyrsti Filippseyingurinn sem kemst í 3. umferð HM. 🗣️ "This is for my family, my country and my fellow player Sandro!"Paolo Nebrida pays tribute to his compatriot Sandro Eric Sosing after creating history at the World Darts Championship!#WCDarts pic.twitter.com/pZ4ejIlb9w— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024 „Þessi sigur er fyrir fjölskylduna mína, landa mína og liðsfélaga Sandro Eric Sosing,“ sagði Nebrida á blaðamannafundi. Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Sosing, einn fjögurra Filippseyinga á HM, átti að mæta Ian White á föstudaginn en fór að finna fyrir brjóstverkjum í upphitun fyrir leikinn. Hann varð á endanum að hætta við keppni og var fluttur á sjúkrahús. Sosing hefur núna verið greindur með Guillain-Barré heilkennið. Á vef Lyfjastofnunnar segir um heilkennið að það sé sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi. „Sandro vill þakka öllum þeim sem hafa spurst fyrir um líðan hans og sent honum hlýjar batakveðjur,“ segir í tilkynningu frá PDC Darts um stöðuna á Sosing. Eftir að leik Sosing við White var aflýst komst White beint áfram í 2. umferð, þar sem hann vann Ritchie Edhouse. White mun því mæta sjálfum Luke Littler í 3. umferðinni. Sosing er í 225. sæti heimslistans og komst á HM eftir að hafa endað í 2. sæti á Asíumóti PDC. Landi Sosing, Paolo Nebrida, tileinkaði honum afar óvæntan sigur sinn gegn Ross Smith í gær. Nebrida er fyrsti Filippseyingurinn sem kemst í 3. umferð HM. 🗣️ "This is for my family, my country and my fellow player Sandro!"Paolo Nebrida pays tribute to his compatriot Sandro Eric Sosing after creating history at the World Darts Championship!#WCDarts pic.twitter.com/pZ4ejIlb9w— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024 „Þessi sigur er fyrir fjölskylduna mína, landa mína og liðsfélaga Sandro Eric Sosing,“ sagði Nebrida á blaðamannafundi.
Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira