Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 11:09 Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu. Getty Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að gera Búlgaríu og Rúmeníu aðila að Schengen-svæðinu. Þetta felur í sér að þann 1. janúar verður mun auðveldara fyrir fólk í Búlgaríu og Rúmeníu að ferðast til annarra ríkja í Schengen. Schengen-samstarfið hófst milli Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Lúxemborg árið 1985. Íslend gekk inn í Schengen-samstarfið árið 1996, ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu svokallaða. Rúmenía og Búlgaría hafa verið í Evrópusambandinu frá 2007 og sóttu um aðild að Schengen árið 2010. Samkvæmt frétt DW hafa hins vegar ráðamenn nokkurra ríkja Evrópu sett sig gegn aðild ríkjanna í gegnum árin. Breytingar höfðu orðið á fyrirkomulagi varðandi landamæraeftirlit þessara ríkja í mars, þar sem reglur Schengen voru í raun látnar ná yfir fólk sem kom til landanna með flugvélum eða skipum. Það náði ekki yfir fólk sem kom fótgangandi eða akandi inn í Búlgaríu og Rúmeníu. Austurríki var meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn höfðu sett sig gegn aðild Búlgaríu og Rúmeníu og að hluta til vegna þess að þeir sögðu Búlgara ekki hafa nægilega öflugt landamæraeftirlit varðandi farandi- og flóttafólk sem kæmist ólöglega inn í landið. Fyrir samþykktina í dag höfðu ráðamenn þar þó samþykkt að beita ekki neitunarvaldi að þessu sinni þar sem Búlgarar hafa samþykkt að efla landamæragæslu sína á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AP fréttaveitan hefur eftir Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, að um mikla hagsmuni fyrir Rúmeni sé um að ræða. Þetta muni gera þeim milljónum Rúmena sem búa og vinna á Schengen-svæðinu auðveldara að ferðast aftur heim. Evrópusambandið Búlgaría Rúmenía Landamæri Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Schengen-samstarfið hófst milli Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Lúxemborg árið 1985. Íslend gekk inn í Schengen-samstarfið árið 1996, ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu svokallaða. Rúmenía og Búlgaría hafa verið í Evrópusambandinu frá 2007 og sóttu um aðild að Schengen árið 2010. Samkvæmt frétt DW hafa hins vegar ráðamenn nokkurra ríkja Evrópu sett sig gegn aðild ríkjanna í gegnum árin. Breytingar höfðu orðið á fyrirkomulagi varðandi landamæraeftirlit þessara ríkja í mars, þar sem reglur Schengen voru í raun látnar ná yfir fólk sem kom til landanna með flugvélum eða skipum. Það náði ekki yfir fólk sem kom fótgangandi eða akandi inn í Búlgaríu og Rúmeníu. Austurríki var meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn höfðu sett sig gegn aðild Búlgaríu og Rúmeníu og að hluta til vegna þess að þeir sögðu Búlgara ekki hafa nægilega öflugt landamæraeftirlit varðandi farandi- og flóttafólk sem kæmist ólöglega inn í landið. Fyrir samþykktina í dag höfðu ráðamenn þar þó samþykkt að beita ekki neitunarvaldi að þessu sinni þar sem Búlgarar hafa samþykkt að efla landamæragæslu sína á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AP fréttaveitan hefur eftir Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, að um mikla hagsmuni fyrir Rúmeni sé um að ræða. Þetta muni gera þeim milljónum Rúmena sem búa og vinna á Schengen-svæðinu auðveldara að ferðast aftur heim.
Evrópusambandið Búlgaría Rúmenía Landamæri Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira