„Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2024 12:52 Reynt að komast inn í fjölbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Atburðarásin var hröð í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að íbúi birti mynd í Facebook-hópi íbúa af grunsamlegum karlmanni með hafnaboltakylfu að grípa í húninn á útidyrahurð í raðhúsi. Þremur klukkustundum síðar hafði nágranni endurheimt fokdýrt reiðhjól sem hafði verið stolið um nóttina og tveir verið handteknir. Alexander Richter er íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur og einn fjölmargra sem er með dyrabjöllumyndavél. Honum brá í brún þegar hann vaknaði í morgunsárið og sá á upptöku karlmann með lambhúshettu og hafnaboltakylfu gera tilraun til að komast inn í húsið hans. Alexander segist ekki vera mikið fyrir að deila myndefni úr myndavélum en gerði þó undantekningu í þetta skiptið. „Það var engu stolið svo þetta var bara ábending um að passa að hafa hurðina læsta. Í rauninni bara nágrannavarsla,“ segir Alexander og óhætt að segja að hún hafi skilað sér. Gerðist allt á mjög stuttum tíma María Sand Hjálmarsdóttir hafði um morguninn vaknað upp við þann vonda draum að búið var að stela rándýru rafmagnsreiðhjóli úr geymslunni hennar í fjölbýlishúsi í Vesturbænum. Augnabliki síðar sá hún færslu Alexanders í Vesturbæjargrúppunni. „Þetta gerðist allt bara á mjög stuttum tíma. Ég er komin með hjólið í hendurnar,“ segir María og rekur atburðarásina. Hún hafi verið nýbúin að átta sig á hjólaþjófnaðinum þegar hún sá færsluna og áttaði sig á að Alexander væri nágranni hennar. Hún upplýsti því Vesturbæinga um þjófnaðinn og tilkynnti sömuleiðis um hann í öðrum Facebook-hópi sem snýr að hjólaþjófnaði. Allir þurfa góða granna Góður Vesturbæingur hafi skömmu síðar sent henni einkaskilaboð á Facebook þess efnis að hún hefði séð grunsamlegan einstakling á hjóli sem passaði við lýsingar Maríu. Kona hefði verið á öðru hjóli. Nágranninn tilkynnti fólkið til lögreglu, María fór á staðinn og var skömmu síðar komin með hjólið í sína vörslu á ný. „Það var búið að handtaka fólkið. Hitt hjólið var í eigu nágranna míns,“ segir María. Hún segir ekki aðalatriði hvar hjólið hafi fundist en samkvæmt heimildum fréttastofu var það í húsnæði sem lögregla hefur endurtekið þurft að hafa afskipti af. Hún eys lofi yfir samtakamátt nágranna og snör viðbrögð lögreglu. „Þetta er hjól sem kostar 900 þúsund krónur. Það hefði verið hræðilegt að tapa því,“ segir María. Vinsældir rafmagnsreiðhjóla fara vaxandi og þeim fjölgar sífellt sem kjósa þann ferðamáta í stað einkabílsins eða í bland. Allir á vaktinni Maríu líður vel í Vesturbænum og hrósar nágrönnum sínum. Sannarlega nágrannavarsla. „Þetta er dásamlegt samfélag að búa í. Það eru allir á vaktinni. Ég hef oft séð svona áður en mig grunaði ekki að þetta myndi ganga svona rosalega hratt fyrir sig.“ Lögregla hafi brugðist hratt við, vitað hvernig ætti að leysa málið og farið vel að öllu. Sett mikinn kraft í að hafa upp á nágranna Maríu, eiganda hins hjólsins. Sem er væntanlega þakklátur snörum viðbrögðum eins og María. „Þetta var svakalegt!“ Mjög vond tilfinning María tekur undir með Alexander nágranna sínum að hún sé almennt ekki hrifin af svona myndbirtingum á netinu. Í þessu tilfelli hafi myndbirtingin orðið til þess að málið leystist á örskammri stundu. „En þegar þetta er svona augljóst, maður með kylfu að reyna að opna dyrnar,“ segir María. Þessar myndavélar við húsin skipti sköpum. Þá sé gott að hafa í huga að nú þegar gangi á með lægum séu dyr á mörgum stöðum sem lokist ekki nógu vel, til dæmis í geymslum. Vissara sé að kippa einu sinni til tvisvar í húninn til að ganga úr skugga um það. Það sé óþægileg tilfinning að vita til þess að fólk hafi gengið um hýbýli sín. Myndavélarnar hjálpi „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond. Ég er enn þá með í maganum, það er vond tilfinning sem maður fær að einhver hafi verið kominn inn í blokkina og nálægt manni,“ segir María. Hún segist gera sér grein fyrir því að þarna sé fólk sem eigi erfitt. Hún finni til með fólki sem fari út í frosti og hvassviðri um miðjar nætur til að stela. Væntanlega til að greiða niður skuldir eða eitthvað í þeim dúrnum. Alexander tekur undir mikilvægi þess að fólk læsi hurðum sínum og ræði við börn sín. Tryggi heimili sín sem sé aðeins öðruvísi en til dæmis bílar. Hann hafi lent í því að farið hafi verið inn í ólæstan bíl hans í heimildarleysi. Það sé verra þegar reynt sé að fara inn á heimili. „Þessar myndavélar hjálpa, eins leiðinlegt og það er.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Alexander Richter er íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur og einn fjölmargra sem er með dyrabjöllumyndavél. Honum brá í brún þegar hann vaknaði í morgunsárið og sá á upptöku karlmann með lambhúshettu og hafnaboltakylfu gera tilraun til að komast inn í húsið hans. Alexander segist ekki vera mikið fyrir að deila myndefni úr myndavélum en gerði þó undantekningu í þetta skiptið. „Það var engu stolið svo þetta var bara ábending um að passa að hafa hurðina læsta. Í rauninni bara nágrannavarsla,“ segir Alexander og óhætt að segja að hún hafi skilað sér. Gerðist allt á mjög stuttum tíma María Sand Hjálmarsdóttir hafði um morguninn vaknað upp við þann vonda draum að búið var að stela rándýru rafmagnsreiðhjóli úr geymslunni hennar í fjölbýlishúsi í Vesturbænum. Augnabliki síðar sá hún færslu Alexanders í Vesturbæjargrúppunni. „Þetta gerðist allt bara á mjög stuttum tíma. Ég er komin með hjólið í hendurnar,“ segir María og rekur atburðarásina. Hún hafi verið nýbúin að átta sig á hjólaþjófnaðinum þegar hún sá færsluna og áttaði sig á að Alexander væri nágranni hennar. Hún upplýsti því Vesturbæinga um þjófnaðinn og tilkynnti sömuleiðis um hann í öðrum Facebook-hópi sem snýr að hjólaþjófnaði. Allir þurfa góða granna Góður Vesturbæingur hafi skömmu síðar sent henni einkaskilaboð á Facebook þess efnis að hún hefði séð grunsamlegan einstakling á hjóli sem passaði við lýsingar Maríu. Kona hefði verið á öðru hjóli. Nágranninn tilkynnti fólkið til lögreglu, María fór á staðinn og var skömmu síðar komin með hjólið í sína vörslu á ný. „Það var búið að handtaka fólkið. Hitt hjólið var í eigu nágranna míns,“ segir María. Hún segir ekki aðalatriði hvar hjólið hafi fundist en samkvæmt heimildum fréttastofu var það í húsnæði sem lögregla hefur endurtekið þurft að hafa afskipti af. Hún eys lofi yfir samtakamátt nágranna og snör viðbrögð lögreglu. „Þetta er hjól sem kostar 900 þúsund krónur. Það hefði verið hræðilegt að tapa því,“ segir María. Vinsældir rafmagnsreiðhjóla fara vaxandi og þeim fjölgar sífellt sem kjósa þann ferðamáta í stað einkabílsins eða í bland. Allir á vaktinni Maríu líður vel í Vesturbænum og hrósar nágrönnum sínum. Sannarlega nágrannavarsla. „Þetta er dásamlegt samfélag að búa í. Það eru allir á vaktinni. Ég hef oft séð svona áður en mig grunaði ekki að þetta myndi ganga svona rosalega hratt fyrir sig.“ Lögregla hafi brugðist hratt við, vitað hvernig ætti að leysa málið og farið vel að öllu. Sett mikinn kraft í að hafa upp á nágranna Maríu, eiganda hins hjólsins. Sem er væntanlega þakklátur snörum viðbrögðum eins og María. „Þetta var svakalegt!“ Mjög vond tilfinning María tekur undir með Alexander nágranna sínum að hún sé almennt ekki hrifin af svona myndbirtingum á netinu. Í þessu tilfelli hafi myndbirtingin orðið til þess að málið leystist á örskammri stundu. „En þegar þetta er svona augljóst, maður með kylfu að reyna að opna dyrnar,“ segir María. Þessar myndavélar við húsin skipti sköpum. Þá sé gott að hafa í huga að nú þegar gangi á með lægum séu dyr á mörgum stöðum sem lokist ekki nógu vel, til dæmis í geymslum. Vissara sé að kippa einu sinni til tvisvar í húninn til að ganga úr skugga um það. Það sé óþægileg tilfinning að vita til þess að fólk hafi gengið um hýbýli sín. Myndavélarnar hjálpi „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond. Ég er enn þá með í maganum, það er vond tilfinning sem maður fær að einhver hafi verið kominn inn í blokkina og nálægt manni,“ segir María. Hún segist gera sér grein fyrir því að þarna sé fólk sem eigi erfitt. Hún finni til með fólki sem fari út í frosti og hvassviðri um miðjar nætur til að stela. Væntanlega til að greiða niður skuldir eða eitthvað í þeim dúrnum. Alexander tekur undir mikilvægi þess að fólk læsi hurðum sínum og ræði við börn sín. Tryggi heimili sín sem sé aðeins öðruvísi en til dæmis bílar. Hann hafi lent í því að farið hafi verið inn í ólæstan bíl hans í heimildarleysi. Það sé verra þegar reynt sé að fara inn á heimili. „Þessar myndavélar hjálpa, eins leiðinlegt og það er.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira