Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:00 Scottie Pippen eldri var stoltur af syni sínum Scotty Pippen yngri sem er að gera flotta hluti með Memphis Grizzlies. Getty/Luca Sgamellotti/Mitchell Leff Scottie Pippen hefur kvartað lengi yfir því að vera alltaf í skugganum á Michael Jordan en nú getur hann þakkað syni sínum fyrir að gera sig einstakan í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers. Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards. Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA. Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni. Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum. Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik. Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum. Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024 NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers. Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards. Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA. Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni. Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum. Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik. Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum. Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira