Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2024 22:11 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með fimmta sigur liðsins Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Grindavík 104-98. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn en þótti það ansi sérstakt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi tekið þátt í slagsmálum sem brutust út meðal leikmanna. „Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
„Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira