Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 12:02 Laufey var stórglæsileg á tískuverðlaunahátíð CFDA í gær. John Nacion/Variety via Getty Images Stórstjarnan Laufey Lín skein skært á rauða dreglinum í fyrradag á tískuverðlaunahátíð CFDA sem haldin er af vinsælustu tískuhönnuðum Bandaríkjanna. Verðlaunahátíðin fór fram í New York og stórstjörnur úr ólíkum áttum komu saman til að heiðra listræna snilligáfu öflugra hönnuða. Meðal gesta voru Kylie Jenner, Da’Vine Joy Randolph, Blake Lively, Lucy Liu, Troye Sivan, Paris Hilton, Tyla, Katie Holmes og svo lengi mætti telja. CFDA stendur fyrir „The Council of Fashion Designers of America“ eða teymi tískuhönnuða í Bandaríkjunum. Laufey skartaði stórglæsilegum svörtum og silfurlituðum köflóttum galakjól frá tískuhúsinu Rodarte við fjólubláa augnförðun. Í hálsmálinu er fallegt blóm en tískuhúsið er þekkt fyrir einstaklega fallega síðkjóla. Samkvæmt vefsíðu Rodarte kostar kjóllinn 2850 bandaríkjadollara sem jafngildir tæplega 400 þúsund íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Stjörnurnar gáfu ekkert eftir í klæðaburði og glæsileikinn var allsráðandi á þessum tískuleikvelli eins og Vogue kallar viðburðinn. View this post on Instagram A post shared by cfda (@cfda) Tíska og hönnun Laufey Lín Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Verðlaunahátíðin fór fram í New York og stórstjörnur úr ólíkum áttum komu saman til að heiðra listræna snilligáfu öflugra hönnuða. Meðal gesta voru Kylie Jenner, Da’Vine Joy Randolph, Blake Lively, Lucy Liu, Troye Sivan, Paris Hilton, Tyla, Katie Holmes og svo lengi mætti telja. CFDA stendur fyrir „The Council of Fashion Designers of America“ eða teymi tískuhönnuða í Bandaríkjunum. Laufey skartaði stórglæsilegum svörtum og silfurlituðum köflóttum galakjól frá tískuhúsinu Rodarte við fjólubláa augnförðun. Í hálsmálinu er fallegt blóm en tískuhúsið er þekkt fyrir einstaklega fallega síðkjóla. Samkvæmt vefsíðu Rodarte kostar kjóllinn 2850 bandaríkjadollara sem jafngildir tæplega 400 þúsund íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Stjörnurnar gáfu ekkert eftir í klæðaburði og glæsileikinn var allsráðandi á þessum tískuleikvelli eins og Vogue kallar viðburðinn. View this post on Instagram A post shared by cfda (@cfda)
Tíska og hönnun Laufey Lín Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira