Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í fallbaráttunni og í kapphlaupinu um Evrópusætin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 06:01 HK-ingar eiga enn raunhæfa von um að bjarga sér frá falli úr Bestu deildinni, eftir dramatískan sigur gegn Fram í gærkvöld. vísir/Diego Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta verður í sviðsljósinu í dag en allir leikir nema úrslitaleikurinn um titilinn fara þá fram og verða í beinni á sportstöðvunum. Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers Dagskráin í dag Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers
Dagskráin í dag Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira