Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2024 07:52 Albert segir Trump vel vita hvað hann er að gera. „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Staðan í skoðanakönnunum er enn þannig að vart sér á milli Trump og Kamölu Harris. Harris sótti verulega á eftir að hún tók við kyndlinum fyrir Demókrataflokkinn af Joe Biden forseta en síðan hefur dregist saman á milli frambjóðendanna og stuðningur við Trump staðið óhaggaður í gegnum hin ýmsu hneyksli. Meðal þeirra sem Trump hefur örugglega í horni sínu er enda stór hópur fólks sem þykir það hafa borið skarðan hlut frá borði í allmörg ár og verið hunsað af stjórnmálaelítinunni „í feninu“ í Washington, eins og Trump verður gjarna að orði. Þetta er til að mynda fólk sem býr í svokölluðu ryðbelti, þar sem verksmiðjustörf hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar framleiðsla fluttist úr landi. Albert, sem var sendiherra í Washington frá 2006 til 2009, segir þessa sögu ná 40 ár aftur í tímann. „Það er hægt að mæla þetta einhver fjörtíu ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Þetta er kjaraskerðing sem á margar rætur; þetta er mjög flókið en eitt er að störfin fóru, það er eitt. Og síðan eru aðrir hópar, á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, að fá launahækkanir og hagnast á hlutabréfum og hvað það er... aftur, þetta er flókið. Og þetta fólk er ekki að fá það, þetta er ekki að skila sér til þessa fólks.“ „Hann er bara að spila á píanóið“ „Trump er ekki með eitthvað trix í þessum skilningi,“ sagði Albert. „Það er raunverulegur hópur sem hefur orðið illa úti. Það er bara þannig. Síðan er úti á kanti alls kyns furðulið, sem okkur finnst, og sást á 6. janúar 2021, þegar árásin var gerð á þinghúsið. En í grunninn eru þetta venjulegir Ameríkanar, mikið í þessum sveifluríkjum, lykilríkjum sem skipta öllu máli í þessum kosningum, og bara hafa umkvörtunarefni.“ „Hann er bara að spila á píanóið,“ sagði Albert um hinar ýmsu yfirlýsingar Trump, sem hafa vakið ótta hjá mörgum sem eru uggandi yfir mögulegu öðru kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Má þar nefna nýleg ummæli þar sem hann talaði um að kalla herinn til gegn andstæðingum sínum. Albert gefur ekki mikið fyrir stórkarlalega tilburði Trump og segir hann vera að höfða til ákveðins hóps. „Horfum bara á hans kjörtímabil; Bandaríkin fóru náttúrulega ekki á hliðina. Og hann fór ekkert stórkostlega út af sporinu. Með einni mjög mikilvægri undantekningu, sem var í kjölfar kosninganna 2020, þegar hann sakaði kerfið og andstæðinginn um kosningasvindl. Og árásin á þinghúsið, sem var skelfilegt fyrirbæri fyrir Bandaríkjamenn, flesta, hún átti auðvitað rætur í þessum ásökunum Trump um kosningasvindl, að kosningunum hefði verið stolið.“ Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Staðan í skoðanakönnunum er enn þannig að vart sér á milli Trump og Kamölu Harris. Harris sótti verulega á eftir að hún tók við kyndlinum fyrir Demókrataflokkinn af Joe Biden forseta en síðan hefur dregist saman á milli frambjóðendanna og stuðningur við Trump staðið óhaggaður í gegnum hin ýmsu hneyksli. Meðal þeirra sem Trump hefur örugglega í horni sínu er enda stór hópur fólks sem þykir það hafa borið skarðan hlut frá borði í allmörg ár og verið hunsað af stjórnmálaelítinunni „í feninu“ í Washington, eins og Trump verður gjarna að orði. Þetta er til að mynda fólk sem býr í svokölluðu ryðbelti, þar sem verksmiðjustörf hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar framleiðsla fluttist úr landi. Albert, sem var sendiherra í Washington frá 2006 til 2009, segir þessa sögu ná 40 ár aftur í tímann. „Það er hægt að mæla þetta einhver fjörtíu ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Þetta er kjaraskerðing sem á margar rætur; þetta er mjög flókið en eitt er að störfin fóru, það er eitt. Og síðan eru aðrir hópar, á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, að fá launahækkanir og hagnast á hlutabréfum og hvað það er... aftur, þetta er flókið. Og þetta fólk er ekki að fá það, þetta er ekki að skila sér til þessa fólks.“ „Hann er bara að spila á píanóið“ „Trump er ekki með eitthvað trix í þessum skilningi,“ sagði Albert. „Það er raunverulegur hópur sem hefur orðið illa úti. Það er bara þannig. Síðan er úti á kanti alls kyns furðulið, sem okkur finnst, og sást á 6. janúar 2021, þegar árásin var gerð á þinghúsið. En í grunninn eru þetta venjulegir Ameríkanar, mikið í þessum sveifluríkjum, lykilríkjum sem skipta öllu máli í þessum kosningum, og bara hafa umkvörtunarefni.“ „Hann er bara að spila á píanóið,“ sagði Albert um hinar ýmsu yfirlýsingar Trump, sem hafa vakið ótta hjá mörgum sem eru uggandi yfir mögulegu öðru kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Má þar nefna nýleg ummæli þar sem hann talaði um að kalla herinn til gegn andstæðingum sínum. Albert gefur ekki mikið fyrir stórkarlalega tilburði Trump og segir hann vera að höfða til ákveðins hóps. „Horfum bara á hans kjörtímabil; Bandaríkin fóru náttúrulega ekki á hliðina. Og hann fór ekkert stórkostlega út af sporinu. Með einni mjög mikilvægri undantekningu, sem var í kjölfar kosninganna 2020, þegar hann sakaði kerfið og andstæðinginn um kosningasvindl. Og árásin á þinghúsið, sem var skelfilegt fyrirbæri fyrir Bandaríkjamenn, flesta, hún átti auðvitað rætur í þessum ásökunum Trump um kosningasvindl, að kosningunum hefði verið stolið.“
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“