Sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 06:32 Shohei Ohtani átta magnað tímabil með Los Angeles Dodgers. Getty/Sean M. Haffey Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani hjá Los Angeles Dodgers átti sögulegt tímabil í bandaríska hafnaboltanum og einn boltanna sem hann sló upp í stúku í ár var seldur á metfé í gær. Ohtani varð sá fyrsti í sögu MLB deildarinnar til að ná því á einu og sama tímabilinu, að slá bæði boltann fimmtíu sinnum upp í stúku [home run] sem og að ná því að stela fimmtíu höfnum. Ohtani innsiglaði þetta afrek þegar hann sló boltann upp í stúku og komst í heimahöfn í fimmtugasta sinn í leik á móti Marlins í september. Boltanum var síðan komið í sölu með hjálp uppboðshaldarans Goldin Auctions. Boltinn seldist síðan á uppboði í gær á metfé eða fyrir 4,39 milljónir Bandaríkjadala. Það gera 607 milljónir íslenskra króna. Það kom ekki fram hver hefði keypt boltann. Gamla metið var frá 1999 þegar hafnabolti seldist fyrir þrjár milljónir dollara. Þann bolta sló Mark McGwire upp í stúku en hann setti þá met með því að ná heimahafnarhlaupi í sjötugasta sinn á 1998 tímabilinu. Það er reyndar ekki búið að skera út um það fyrir dómstólum hver sé réttur eigandi boltans. Það gekk nefnilega mikið á í stúkunni í kapphlaupi við að ná þessum dýrmæta bolta. Þeir sem gera tilkall til hans voru þó tilbúnir að selja hann á uppboðinu. Dómsmálið mun síðan ákveða hver þeirra fær peninginn. Það er ekki slæmt að fá yfir sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Hafnabolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Ohtani varð sá fyrsti í sögu MLB deildarinnar til að ná því á einu og sama tímabilinu, að slá bæði boltann fimmtíu sinnum upp í stúku [home run] sem og að ná því að stela fimmtíu höfnum. Ohtani innsiglaði þetta afrek þegar hann sló boltann upp í stúku og komst í heimahöfn í fimmtugasta sinn í leik á móti Marlins í september. Boltanum var síðan komið í sölu með hjálp uppboðshaldarans Goldin Auctions. Boltinn seldist síðan á uppboði í gær á metfé eða fyrir 4,39 milljónir Bandaríkjadala. Það gera 607 milljónir íslenskra króna. Það kom ekki fram hver hefði keypt boltann. Gamla metið var frá 1999 þegar hafnabolti seldist fyrir þrjár milljónir dollara. Þann bolta sló Mark McGwire upp í stúku en hann setti þá met með því að ná heimahafnarhlaupi í sjötugasta sinn á 1998 tímabilinu. Það er reyndar ekki búið að skera út um það fyrir dómstólum hver sé réttur eigandi boltans. Það gekk nefnilega mikið á í stúkunni í kapphlaupi við að ná þessum dýrmæta bolta. Þeir sem gera tilkall til hans voru þó tilbúnir að selja hann á uppboðinu. Dómsmálið mun síðan ákveða hver þeirra fær peninginn. Það er ekki slæmt að fá yfir sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Hafnabolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira