Íslensku stelpurnar Evrópumeistarar í fjórða sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:47 Íslenska kvennalandsliðið átti frábæran dag þegar allt var undir og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Fimleikasamband Íslands Ísland eignaðist Evrópumeistara í hópfimleikum í dag þegar íslenska kvennalandsliðið tryggði sér glæsilegan sigur á EM í Bakú í Aserbaísjan. Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Sjá meira
Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Sjá meira