Tapsár Jordan lögsækir NASCAR Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 16:25 Michael Jordan játar sig seint sigraðan, á hvaða sviði sem er. Jacob Kupferman/Getty Images Michael Jordan hefur lögsótt bandarísku aksturskeppnina NASCAR eftir langvinnar deilur. Lögsóknin er sögð geta haft sögulegar afleiðingar, og breytingar í för með sér. Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan. Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan.
Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira