Yfirskrift málþingsins er: Hætturnar við arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri og leiðir að bættu rekstrarumhverfi í þágu samfélagsins.
Málþingið er haldið í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaáætlun sem er íslensk þýðing á riti eftir tvo sænska sérfræðinga, þau Göran Dahlgren og Lisu Pelling.
„Í bókinni gera þau grein fyrir hörmulegri reynslu Svía af arðvæðingu velferðarþjónustunnar; umönnun, skólum og heilbrigðisþjónustu og leggja fram áætlun um hvernig snúa ber af þeirri glötunarbraut,“ segir í tilkynningu ASÍ.
Málþingið fer fram í Eddu, Húsi íslenskunnar, fimmtudaginn 12. september og hefst klukkan 14. Þau Göran Dahlgren og Lisa Pelling munu flytja erindi og Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands, mun fara yfir reynsluna frá Svíþjóð í íslensku samhengi.
Fundarstjóri er Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Dagskrá:
13:30 – Húsið opnar
14:00 – Sonja Ýr Þorbergsdóttir (BSRB) – Upphafsorð
14:10 – Göran Dahlgren – When the Swedish Health care system became a market – driving forces, effects and alternatives
14:55 – Lisa Pelling – Trade union strategies and responses towards marketisation of health care services – perspectives from Sweden
15:15 – Rúnar Vilhjálmsson – Reynslan frá Svíþjóð í íslensku samhengi
15:30 – Léttar veitingar