Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 16:31 Aron Leo er að gera góða hluti og kemur sigurreifur heim frá Englandi Myndir: Krzysztof Duda Aron Leó Jóhannsson, sigraði sinn annan atvinnumannabardaga í MMA um helgina. Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr. MMA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr.
MMA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira