Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 16:31 Aron Leo er að gera góða hluti og kemur sigurreifur heim frá Englandi Myndir: Krzysztof Duda Aron Leó Jóhannsson, sigraði sinn annan atvinnumannabardaga í MMA um helgina. Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr. MMA Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Sjá meira
Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr.
MMA Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Sjá meira