Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. september 2024 19:19 Gunnlaugur Briem, sjúkraþjálfari og varaformaður BHM. vísir/ívar fannar Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur. Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur.
Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira