Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2024 20:00 Herra Hnetusmjör og Huginn faðmast á sviðinu. Egill Spegill spilaði undir. Ólafur Jónsson Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hélt tvenna útgáfutónleika í Gamla Bíói um helgina og fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær. Þrátt fyrir að vera almennt lítið fyrir afmæli tóku áhorfendur sig til og sungu afmælissönginn fyrir hann á laugardagskvöld. Fjöldinn allur af fólki kom saman til að heyra á grípandi tóna rapparans sem flutti nýjustu plötu sína Legend í leiknum í heild sinni ásamt öðrum smellum. Sjálfur segist hann elska Gamla Bíó og því kom ekkert annað til greina en að halda tónleikana þar. Blaðamaður tók púlsinn á Árna sem segir helgina hafa verið magnaða. „Þetta var ógeðslega gaman. Ég var að taka mörg þessum lögum af nýju plötunni í fyrsta skipti og það var alveg sturlað fá viðbrögðin beint frá crowdinu. Þau kunnu textana af lögunum, það er náttúrulega bara algjörlega tryllt. Það var algjör plús að fá að gera þetta á afmælinu mínu. Ég er lítill afmæliskall í mér en crowdið tók upp á því á laugardeginum að syngja afmælissönginn eftir fyrsta lagið sem var bara stemning. Þetta var bara viðbjóðslega gaman og viðtökurnar við plötunni hafa farið framar mínum stærstu vonum. Ég er mjög stoltur af þessu verki,“ segir rapparinn. Meðal gesta var myndlistarmaðurinn Elli Egillson sem Herra Hnetusmjör skírði lag eftir. Í textanum segir: „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ og tóku tónleikagestir undir hátt og snjallt þegar hann flutti lagið. Hér má sjá vel valdar myndir frá tónleikunum: Stemningin varð sturluð þegar Herra dýfði sér inn í áhorfendahópinn.Ólafur Jónsson Herra Hnetusmjör umkringdur áhorfendum.Ólafur Jónsson Áhorfendur tóku myndir.Ólafur Jónsson Herra hneygir sig.Ólafur Jónsson Herra klæddist gallabuxum frá Louis Vuitton.Ólafur Jónsson Það var margt um manninn í Gamla Bíói.Ólafur Jónsson Joe Frazier lét sig ekki vanta.Ólafur Jónsson Herra Hnetusmjör naut sín vel á sviðinuÓlafur Jónsson Mikið stuð!Ólafur Jónsson Aðdáendur voru með símana á lofti.Ólafur Jónsson Myndlistarmaðurinn Elli Egils var einmitt viðmælandi í fyrra í Vísis þáttunum Kúnst ásamt föður sínum Agli Eðvarðssyni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Hér má hlusta á nýju plötu Herra Hnetusmjörs, Legend í leiknum, á streymisveitunni Spotify. Tónleikar á Íslandi Tónlist Samkvæmislífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fjöldinn allur af fólki kom saman til að heyra á grípandi tóna rapparans sem flutti nýjustu plötu sína Legend í leiknum í heild sinni ásamt öðrum smellum. Sjálfur segist hann elska Gamla Bíó og því kom ekkert annað til greina en að halda tónleikana þar. Blaðamaður tók púlsinn á Árna sem segir helgina hafa verið magnaða. „Þetta var ógeðslega gaman. Ég var að taka mörg þessum lögum af nýju plötunni í fyrsta skipti og það var alveg sturlað fá viðbrögðin beint frá crowdinu. Þau kunnu textana af lögunum, það er náttúrulega bara algjörlega tryllt. Það var algjör plús að fá að gera þetta á afmælinu mínu. Ég er lítill afmæliskall í mér en crowdið tók upp á því á laugardeginum að syngja afmælissönginn eftir fyrsta lagið sem var bara stemning. Þetta var bara viðbjóðslega gaman og viðtökurnar við plötunni hafa farið framar mínum stærstu vonum. Ég er mjög stoltur af þessu verki,“ segir rapparinn. Meðal gesta var myndlistarmaðurinn Elli Egillson sem Herra Hnetusmjör skírði lag eftir. Í textanum segir: „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ og tóku tónleikagestir undir hátt og snjallt þegar hann flutti lagið. Hér má sjá vel valdar myndir frá tónleikunum: Stemningin varð sturluð þegar Herra dýfði sér inn í áhorfendahópinn.Ólafur Jónsson Herra Hnetusmjör umkringdur áhorfendum.Ólafur Jónsson Áhorfendur tóku myndir.Ólafur Jónsson Herra hneygir sig.Ólafur Jónsson Herra klæddist gallabuxum frá Louis Vuitton.Ólafur Jónsson Það var margt um manninn í Gamla Bíói.Ólafur Jónsson Joe Frazier lét sig ekki vanta.Ólafur Jónsson Herra Hnetusmjör naut sín vel á sviðinuÓlafur Jónsson Mikið stuð!Ólafur Jónsson Aðdáendur voru með símana á lofti.Ólafur Jónsson Myndlistarmaðurinn Elli Egils var einmitt viðmælandi í fyrra í Vísis þáttunum Kúnst ásamt föður sínum Agli Eðvarðssyni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Hér má hlusta á nýju plötu Herra Hnetusmjörs, Legend í leiknum, á streymisveitunni Spotify.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Samkvæmislífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira