Missti fótinn í hákarlaárás í fyrra en keppir á ÓL í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:32 Ali Truwit keppir á Ólympíumóti fatlaðra í ár aðeins rúmu ári eftir hryllilega hákarlaárás. @alitruwit Ólympíumót fatlaðra er farið í gang og meðal keppenda er bandaríska sundkonan Ali Truwit. Fyrir rúmu ári síðan hafði þó aldrei hvarflað að henni að keppa á Paralympics en svo tóku örlögin í taumana. Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a> Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn