Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 15:12 Færri mættu á blaðamannafund Gauta en hann bjóst við. Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmanninum. Gauti hefur undanfarin ár slegið í gegn ár hvert með fjölbreyttum hópi listamanna sem kemur fram með honum á jólatónleikum. Í tilkynningu frá Gauta segir að hann hafi boðað til blaðamannafundar í ÍR heimilinu í dag. „Á fundinn voru um 40 blaðamenn boðaðir en einungis tveir áhugamenn um blaðamennsku mættu á svæðið. Aðalefni fundarins var breyting á jólaskipulagi í Reykjavík. Emmsjé ehf. hefur ákveðið að endurskoða og umbreyta hinni vinsælu jólasýningu Julevenner, sem hefur verið fastur liður í jólahaldinu undanfarin ár. Sýningin, sem hefur verið haldin í Háskólabíó síðastliðin sjö ár, verður nú flutt í ÍR heimilið í Seljahverfi, Breiðholti, þar sem Gauti ólst upp.“ Hugmyndin kom eftir Kviss Segir að ákvörðunin sé hluti af nýrri stefnu Emmsjé ehf. um að færa jólin nær rótum sínum og skapa nýjan vettvang fyrir þessa ástsælu sýningu. Gauti segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að hann tók þátt í spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 fyrir hönd Breiðholtsins. „ÍR heimilið býður upp á stærri, flottari og gíraðari sýningu sem hentar okkur vel því sýningin gerir ekkert annað en að verða ruglaðari með hverju ári sem líður. Við áttuðum okkur líka á því að með því að færa okkur í Breiðholtið erum við komnir miklu nær flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gauti. Tónleikarnir fara fram þann 21. desember. Meðal gesta Gauta að þessu sinni verða listamenn á borð við Úlfur Úlfur, GDRN, Patrik, Steinda Jr. og Birgittu Haukdal. Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmanninum. Gauti hefur undanfarin ár slegið í gegn ár hvert með fjölbreyttum hópi listamanna sem kemur fram með honum á jólatónleikum. Í tilkynningu frá Gauta segir að hann hafi boðað til blaðamannafundar í ÍR heimilinu í dag. „Á fundinn voru um 40 blaðamenn boðaðir en einungis tveir áhugamenn um blaðamennsku mættu á svæðið. Aðalefni fundarins var breyting á jólaskipulagi í Reykjavík. Emmsjé ehf. hefur ákveðið að endurskoða og umbreyta hinni vinsælu jólasýningu Julevenner, sem hefur verið fastur liður í jólahaldinu undanfarin ár. Sýningin, sem hefur verið haldin í Háskólabíó síðastliðin sjö ár, verður nú flutt í ÍR heimilið í Seljahverfi, Breiðholti, þar sem Gauti ólst upp.“ Hugmyndin kom eftir Kviss Segir að ákvörðunin sé hluti af nýrri stefnu Emmsjé ehf. um að færa jólin nær rótum sínum og skapa nýjan vettvang fyrir þessa ástsælu sýningu. Gauti segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að hann tók þátt í spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 fyrir hönd Breiðholtsins. „ÍR heimilið býður upp á stærri, flottari og gíraðari sýningu sem hentar okkur vel því sýningin gerir ekkert annað en að verða ruglaðari með hverju ári sem líður. Við áttuðum okkur líka á því að með því að færa okkur í Breiðholtið erum við komnir miklu nær flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gauti. Tónleikarnir fara fram þann 21. desember. Meðal gesta Gauta að þessu sinni verða listamenn á borð við Úlfur Úlfur, GDRN, Patrik, Steinda Jr. og Birgittu Haukdal.
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00