Aðeins æft í þrjú ár en stefnir á Íslandsmetið: „Ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. ágúst 2024 08:06 Heru hefur ekki æft kringlukast nema í þrjú ár en stefnir fljótt að Íslandsmetinu sem hefur ekki verið slegið síðan 1989. vísir / ívar Hera Christensen hefur bætt aldursflokkamet fjórum sinnum á þessu ári og stefnir hraðbyri að Íslandsmetinu. Framundan er svo heimsmeistaramót í Perú hjá þessari miklu vonarstjörnu í kringlukasti. Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Sjá meira
Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Sjá meira