Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Hólmfríður Gísladóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 19. júlí 2024 07:06 Samkvæmt X aðgangi Microsoft 365 er unnið að því að leysa úr vandamálinu. Getty/David Gray Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Bein útsending Sky News hefur verið rofin og lestar í Bretlandi sitja fastar. Þá liggur bókunarkerfi bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) niðri. BBC greinir frá því að netöryggisyfirvöld í Ástralíu segi ekki um árás að ræða heldur virðist vandamálið tengjast hugbúnaði frá Microsoft. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flugvélar sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engar vélar fara í loftið í bili. We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024 Samkvæmt frétt BBC hurfu allar upplýsingar af komu- og brottfaratöflum í flugstöðinni í Sydney. Flugfélagið Jetstar sagði í tilkynningu til farþega að vegna atviks sem tengdist Microsoft væri ekki hægt að innrita farþega né leyfa þeim að ganga um borð. Á samfélagsmiðlum hafa fregnir borist af löngum biðröðum í verslunum, vegna vandamála við að koma greiðslum í gegn. Þá virðast vandamál vera uppi hjá National Australia Bank, fjarskiptafyrirtækinu Telstra, Google og fleirum, ef marka má vefsíðuna Downdetector. Ástralía Tækni Microsoft Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Bein útsending Sky News hefur verið rofin og lestar í Bretlandi sitja fastar. Þá liggur bókunarkerfi bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) niðri. BBC greinir frá því að netöryggisyfirvöld í Ástralíu segi ekki um árás að ræða heldur virðist vandamálið tengjast hugbúnaði frá Microsoft. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flugvélar sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engar vélar fara í loftið í bili. We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024 Samkvæmt frétt BBC hurfu allar upplýsingar af komu- og brottfaratöflum í flugstöðinni í Sydney. Flugfélagið Jetstar sagði í tilkynningu til farþega að vegna atviks sem tengdist Microsoft væri ekki hægt að innrita farþega né leyfa þeim að ganga um borð. Á samfélagsmiðlum hafa fregnir borist af löngum biðröðum í verslunum, vegna vandamála við að koma greiðslum í gegn. Þá virðast vandamál vera uppi hjá National Australia Bank, fjarskiptafyrirtækinu Telstra, Google og fleirum, ef marka má vefsíðuna Downdetector.
Ástralía Tækni Microsoft Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira