Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 13:50 Bragi Þór er rísandi stjarna í heimi tónlistarinnar. Hann komst með tónsmíð sína í ítalskri tónlistarkeppni og verða lögin sem þangað komust flutt í New York eftir viku. aðsend Bragi Þór Valsson er tónlistarmaður er kominn í úrslit í ítalskri tónsmíðakeppni en lögin verða flutt í New York City eftir tæpar vikur. Íslendingar eru að gera það gott um víðan völl og það að Bragi Þór er einn af þeim. „Christina konan mín, sem er sjálf rithöfundur og listamaður, er dugleg að fylgjast með allskyns alþjóðlegum listakeppnum. Hún sendi mér upplýsingar um þessa ítölsku tónsmíða- og útsetningakeppni í vor og ég ákvað að taka þátt. Keppnin er haldin af ítalskri menningarstofnun sem heitir Accademica Musica Arte Teatro en styrktaraðilinn er amerískur,“ segir Bragi Þór. Samdi heila messu Bragi Þór hefur útsett tónlist fyrir kóra í rúm 25 ár en hafði lítið frumsamið af svokallaðri alvarlegri tónlist fyrr en árið 2018. „Þá ég ákvað að semja heila messu, gagngert af því að messuformið er flókið og maður þarf að semja marga mismunandi og mislanga kafla og því var um að gera að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti samið stór tónverk með því að ráðast beint á þann háa garð.“ Bragi stjórnar drengjakórnum Drakensberg Boys’ Choir árið 2011. Þeir flytja útsetningu hans af lagi Emiliönu Torrini, Jungle. Nú stefnir sem sagt í það að tónverk eftir Braga Þór verði loksins frumflutt núna í ár en amerískur atvinnukór hefur lýst áhuga á að frumflytja það í haust. Bragi útskýrir að keppnin hafi boðið upp á tvo flokka, til að senda tónlist í: „Annarsvegar frumsamið tónverk og hinsvegar útsetningu af ítölsku eða amerísku dægurlagi og í boði voru nokkur lög að velja úr. Ég sendi inn eina tónsmíð sem ég kalla Dancing With Ghosts og eina útsetningu af laginu Can’t Help Falling in Love, báðar sérskrifaðar fyrir sönghópinn sem flytur lögin svo á úrslitatónleikunum, en þau syngja yfirleitt sexradda sem ég er ekki vanur að semja eða útsetja fyrir.“ Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Fyrir nokkrum dögum gaf keppnin svo út hvaða fjórar tónsmíðar og þrjár útsetningar komust í úrslit. Bragi Þór var þar á báðum listum sem er auðvitað mjög spennandi, ekki síst þar sem Bragi sér ekki betur en að öll önnur nöfn á listanum séu ítölsk. Sýnishorn af messunni Missa Cappella eftir Braga. Úrslitin verða kynnt í hinni víðfrægu Lincoln Center í NYC á tónleikum 25. júlí sem hefjast kl 18:30 að þeirra tíma og verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu keppninnar: „Ég kemst því miður ekki til New York sjálfur því sama kvöld er ég að dæma í úrslitum stærstu kórakeppni sunnanverðrar Afríku sem fara fram í Höfðaborg en ég ætla auðvitað að reyna að sjá hvort afríska nettengingin ræður við að horfa á útsendinguna,“ segir Bragi Þór og ljóst að það er í ýmsu að snúast hjá íslensku listafólki. Tónlist Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Íslendingar eru að gera það gott um víðan völl og það að Bragi Þór er einn af þeim. „Christina konan mín, sem er sjálf rithöfundur og listamaður, er dugleg að fylgjast með allskyns alþjóðlegum listakeppnum. Hún sendi mér upplýsingar um þessa ítölsku tónsmíða- og útsetningakeppni í vor og ég ákvað að taka þátt. Keppnin er haldin af ítalskri menningarstofnun sem heitir Accademica Musica Arte Teatro en styrktaraðilinn er amerískur,“ segir Bragi Þór. Samdi heila messu Bragi Þór hefur útsett tónlist fyrir kóra í rúm 25 ár en hafði lítið frumsamið af svokallaðri alvarlegri tónlist fyrr en árið 2018. „Þá ég ákvað að semja heila messu, gagngert af því að messuformið er flókið og maður þarf að semja marga mismunandi og mislanga kafla og því var um að gera að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti samið stór tónverk með því að ráðast beint á þann háa garð.“ Bragi stjórnar drengjakórnum Drakensberg Boys’ Choir árið 2011. Þeir flytja útsetningu hans af lagi Emiliönu Torrini, Jungle. Nú stefnir sem sagt í það að tónverk eftir Braga Þór verði loksins frumflutt núna í ár en amerískur atvinnukór hefur lýst áhuga á að frumflytja það í haust. Bragi útskýrir að keppnin hafi boðið upp á tvo flokka, til að senda tónlist í: „Annarsvegar frumsamið tónverk og hinsvegar útsetningu af ítölsku eða amerísku dægurlagi og í boði voru nokkur lög að velja úr. Ég sendi inn eina tónsmíð sem ég kalla Dancing With Ghosts og eina útsetningu af laginu Can’t Help Falling in Love, báðar sérskrifaðar fyrir sönghópinn sem flytur lögin svo á úrslitatónleikunum, en þau syngja yfirleitt sexradda sem ég er ekki vanur að semja eða útsetja fyrir.“ Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Fyrir nokkrum dögum gaf keppnin svo út hvaða fjórar tónsmíðar og þrjár útsetningar komust í úrslit. Bragi Þór var þar á báðum listum sem er auðvitað mjög spennandi, ekki síst þar sem Bragi sér ekki betur en að öll önnur nöfn á listanum séu ítölsk. Sýnishorn af messunni Missa Cappella eftir Braga. Úrslitin verða kynnt í hinni víðfrægu Lincoln Center í NYC á tónleikum 25. júlí sem hefjast kl 18:30 að þeirra tíma og verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu keppninnar: „Ég kemst því miður ekki til New York sjálfur því sama kvöld er ég að dæma í úrslitum stærstu kórakeppni sunnanverðrar Afríku sem fara fram í Höfðaborg en ég ætla auðvitað að reyna að sjá hvort afríska nettengingin ræður við að horfa á útsendinguna,“ segir Bragi Þór og ljóst að það er í ýmsu að snúast hjá íslensku listafólki.
Tónlist Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”