Keppinautur Antons í stóru lyfjahneyksli sem komið er á borð FBI Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:01 Haiyang Qin varð heimsmethafi í 200 metra bringusundi, aðalgrein Antons Sveins McKee, eftir að hafa sloppið við bann þrátt fyrir fall á lyfjaprófi. Getty/Maja Hitij Bandarísk lögregluyfirvöld eru með til rannsóknar mál 23 kínverskra sundmanna, þar á meðal ólympíumeistara og heimsmethafa, sem féllu á lyfjaprófi en fengu samt að halda áfram að keppa eins og ekkert hefði í skorist. AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira