Þjófar fagna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:01 Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mannréttindi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar