Hlaupadrottningin með Bs í læknisfræði: „Erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir sést hér eftir sigur sinn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið ófá hlaupin á síðustu mánuðum en með fram öllum keppnunum sínum var hún líka að klára erfiðasta og lengsta hlaupið í hennar lífi. Það fór hins vegar fram utan keppnisvallarins. Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Aronslausir FH-ingar unnu nýliðana Jafnt í spennandi Íslendingaslag Í beinni: Haukar - Grindavík | Silfurliðið mætir í Ólafssal Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti leikurinn í nýju Ljónagryfjunni Í beinni: Spánn - Danmörk | Evrópumeistararnir mæta Dönum Sveindís hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Sædís og Vålerenga með níu fingur á titlinum Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins ÍR náði í stig gegn Fram og Selfoss hrekkti Eyjakonur Ómar og Gísli frábærir í stórleiknum Hareide kallar Sævar Atla inn Guðrún nálgast fullkomnun Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Svekkelski Karólínu fyrir leik við liðið sem á hana Guðný lagði tvö upp í afar skrautlegum Íslendingaslag Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Hareide um Orra hjá Sociedad: „Þeir eru góðir í að sjá um Skandinavana“ Saka sendur heim vegna meiðsla Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Æfir hjá gamla félagi föður síns Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Dagskráin í dag: Nýja „Ljónagryfja“ Njarðvíkinga vígð í beinni Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Sjá meira
Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Aronslausir FH-ingar unnu nýliðana Jafnt í spennandi Íslendingaslag Í beinni: Haukar - Grindavík | Silfurliðið mætir í Ólafssal Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti leikurinn í nýju Ljónagryfjunni Í beinni: Spánn - Danmörk | Evrópumeistararnir mæta Dönum Sveindís hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Sædís og Vålerenga með níu fingur á titlinum Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins ÍR náði í stig gegn Fram og Selfoss hrekkti Eyjakonur Ómar og Gísli frábærir í stórleiknum Hareide kallar Sævar Atla inn Guðrún nálgast fullkomnun Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Svekkelski Karólínu fyrir leik við liðið sem á hana Guðný lagði tvö upp í afar skrautlegum Íslendingaslag Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Hareide um Orra hjá Sociedad: „Þeir eru góðir í að sjá um Skandinavana“ Saka sendur heim vegna meiðsla Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Æfir hjá gamla félagi föður síns Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Dagskráin í dag: Nýja „Ljónagryfja“ Njarðvíkinga vígð í beinni Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Sjá meira