Mcllroy missti sigur úr greipum sér og DeChambeau vann opna bandaríska Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2024 22:47 Spennan var gríðarleg eftir að Mcllroy klikkaði á einföldu pútti en DeChambeau stóðst pressuna og stóð uppi sem sigurvegari Gregory Shamus/Getty Images Bryson DeChambeau endaði sex höggum undir pari og vann opna bandaríska meistaramótið í golfi eftir afar dramatískan lokadag. DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Golf Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024
Golf Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira