Sport

Segir Luke Littler svipa til Tiger Woods

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kapparnir tveir eru ansi ólíkir í útliti en sambærilegir að mörgu öðru leiti.
Kapparnir tveir eru ansi ólíkir í útliti en sambærilegir að mörgu öðru leiti. getty / fotojet

Barry Hearn, fyrrum formaður atvinnupílusamtakanna (PDC), sparar Luke Littler ekki hrósið eftir sigur hans í Úrvalsdeildinni á dögunum.

Hinn 17 ára gamli Littler hefur skotist snöggt upp á stjörnuhimininn, endaði í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í Ally Pally og stóð uppi sem sigurvegari í úrvalsdeild PDC, sá yngsti í sögu keppninnar.

Ekki ólíkt því sem Tiger Woods gerði á sínum tíma í golfinu, ótrúlegt ris á ungum aldri og sá yngsti í sögunni til að vinna Masters mótið.

„Ég sé margt líkt með honum og Tiger Woods. Það vissu allir að hann væri góður en svo mætir hann á stóra sviðið og gjörsamlega gnæfir yfir,“ sagði Barry við TalkSport.

„Menn eins og Luke Littler eru færir um að gera fyrir pílukast það sem Tiger Woods gerði fyrir golfið. Hundruðir barna munu vilja fylgja í fótspor hans,“ hélt hann svo áfram.

Ekki slæmt hrós enda Tiger af flestum talinn besti kylfingur og einn áhrifamesti íþróttamaður allra tíma. Hvort Littler stenst væntingar getur tíminn einn leitt í ljós, en hann fer í það minnsta ljómandi vel af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×