„Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 21:52 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þakkar Jökli Elísabetarsyni, þjálfara Stjörnunnar, fyrir leikinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. „Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Handbolti OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Körfubolti Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Enski boltinn Fyrirmyndarnemanda og fótboltastjörnu vísað úr landi Fótbolti Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Körfubolti „Gæðin í liðinu munu alltaf skora mörk“ Íslenski boltinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Körfubolti Fimmtán ára strákur sló met Martins Ödegaard Fótbolti Þrír létust við fall úr stúku á fótboltaleik Fótbolti Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Handbolti Fleiri fréttir OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool „Gæðin í liðinu munu alltaf skora mörk“ Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Uppgjör: ÍA-Stjarnan 0-3 | Stjarnan upp í þriðja sætið eftir sigur á botnliðinu Uppgjör: KA-Víkingur 0-2 | Gylfi maðurinn á bak við sigur Víkinga Tíu leikmenn Real Madrid lönduðu fyrsta sigri Xabi Alonso Fimmtán ára strákur sló met Martins Ödegaard Taplausir ÍR-ingar juku forskot sitt á toppnum Fyrirmyndarnemanda og fótboltastjörnu vísað úr landi Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Tíu Þórsarar lönduðu fyrsta sigri sínum í þessum mánuði Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Kevin Durant fer til Houston Rockets Sigurður Bjartur: Ég fór beint í klippuna Instagram-drottningin mætir Íslandi á EM Þrír létust við fall úr stúku á fótboltaleik Félagarnir í sjokki: Sjáðu stórkostlegt mark Sigurðar Bjarts Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Uppgjörið: FH - Vestri 2-0 | Upp um fjögur eftir magnað mark og skalla Hélt fætinum, stöðvaði gjaldþrot félagsins og kom því fertugur í La Liga Ljósmyndari tekinn með valdi frá brúðkaupsgestum Steikjandi hiti og varamenn geymdir inni í klefa á HM Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Forsetahjónin fengu EM-treyjur frá stelpunum okkar Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Fyrrum Championship þjálfari starfar nú á flugvelli Cecilía meðal fimm efnilegustu leikmanna á EM Sjá meira
„Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Handbolti OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Körfubolti Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Enski boltinn Fyrirmyndarnemanda og fótboltastjörnu vísað úr landi Fótbolti Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Körfubolti „Gæðin í liðinu munu alltaf skora mörk“ Íslenski boltinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Körfubolti Fimmtán ára strákur sló met Martins Ödegaard Fótbolti Þrír létust við fall úr stúku á fótboltaleik Fótbolti Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Handbolti Fleiri fréttir OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool „Gæðin í liðinu munu alltaf skora mörk“ Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Uppgjör: ÍA-Stjarnan 0-3 | Stjarnan upp í þriðja sætið eftir sigur á botnliðinu Uppgjör: KA-Víkingur 0-2 | Gylfi maðurinn á bak við sigur Víkinga Tíu leikmenn Real Madrid lönduðu fyrsta sigri Xabi Alonso Fimmtán ára strákur sló met Martins Ödegaard Taplausir ÍR-ingar juku forskot sitt á toppnum Fyrirmyndarnemanda og fótboltastjörnu vísað úr landi Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Tíu Þórsarar lönduðu fyrsta sigri sínum í þessum mánuði Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Kevin Durant fer til Houston Rockets Sigurður Bjartur: Ég fór beint í klippuna Instagram-drottningin mætir Íslandi á EM Þrír létust við fall úr stúku á fótboltaleik Félagarnir í sjokki: Sjáðu stórkostlegt mark Sigurðar Bjarts Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Uppgjörið: FH - Vestri 2-0 | Upp um fjögur eftir magnað mark og skalla Hélt fætinum, stöðvaði gjaldþrot félagsins og kom því fertugur í La Liga Ljósmyndari tekinn með valdi frá brúðkaupsgestum Steikjandi hiti og varamenn geymdir inni í klefa á HM Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Forsetahjónin fengu EM-treyjur frá stelpunum okkar Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Fyrrum Championship þjálfari starfar nú á flugvelli Cecilía meðal fimm efnilegustu leikmanna á EM Sjá meira