Anníe Mist: Hver veit hvar ég verð eftir eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur með nýfæddum syni sínum en mætt í lyftingasalinn til að æfa. @anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttur verður sárt saknað á heimsleikunum í ár enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Fáum við aðra endurkomu hjá goðsögninni eftir barneignarfrí? Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira