Anníe Mist: Hver veit hvar ég verð eftir eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur með nýfæddum syni sínum en mætt í lyftingasalinn til að æfa. @anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttur verður sárt saknað á heimsleikunum í ár enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Fáum við aðra endurkomu hjá goðsögninni eftir barneignarfrí? Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira