„Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 17:48 Guðbergur Egill Eyjólfsson er fyrrverandi fyrirliði íslenska blaklandsliðsins. Hann hvetur landsliðið til að sleppa því að mæta á Ísraelsleikinn eða mæta, fara inn á völlinn og gera ekki neitt. Aðsend/HK Digranes Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í blaki fordæmir ákvörðun landsliðsins um að keppa við ísraelska landsliðið í CEV Silver deildinni sem fer fram í Digranesi í Kópavogi um helgina. Hann hvetur liðið til að mæta ekki á leikinn. Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag sem ber nafnið „Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki“. Þar segir hann íslenska landsliðið í stöðu sem gæti haft áhrif til góðs á alþjóðavísu og segist vona að það nyti sér það tækifæri. Samkvæmt áætlun helgarinnar mun íslenska landsliðið í blaki etja kappi við ísraelska liðið á morgun klukkan þrjú. Þetta hefur vakið athygli á Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, en hávær krafa hefur verið í samfélaginu um að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. „Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið,“ segir í bréfi Guðbergs. „Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Þá segir hann ekki hægt að fela sig á bak við staðreyndina að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hafi til að mynda verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael noti íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. „Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi,“ segir Guðbergur. „Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingarbúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita,“ segir hann jafnframt. Blak Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag sem ber nafnið „Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki“. Þar segir hann íslenska landsliðið í stöðu sem gæti haft áhrif til góðs á alþjóðavísu og segist vona að það nyti sér það tækifæri. Samkvæmt áætlun helgarinnar mun íslenska landsliðið í blaki etja kappi við ísraelska liðið á morgun klukkan þrjú. Þetta hefur vakið athygli á Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, en hávær krafa hefur verið í samfélaginu um að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. „Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið,“ segir í bréfi Guðbergs. „Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Þá segir hann ekki hægt að fela sig á bak við staðreyndina að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hafi til að mynda verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael noti íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. „Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi,“ segir Guðbergur. „Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingarbúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita,“ segir hann jafnframt.
Blak Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira