Almannahagsmunir, fúsk eða spilling? Brynjar Níelsson skrifar 13. maí 2024 10:40 Úthlutun borgarinnar á gæðum, sem felst í byggingarrétti olíufélaganna á lóðum borgarinnar, hefur verið talsvert til umræðu undanfarið. Þessi umræða er ekki alveg ný af nálinni en fór á flug þegar yfirstjórn RÚV neitaði að birta umfjöllun fréttamanns Kveiks um málið í fyrirhuguðum Kveiksþætti. Þótti fréttaskýringin svo illa unnin að ekki voru önnur ráð en að reka fréttamanninn með áður óþekktum skætingi og niðurlægingu. Yfirstjórn RÚV hefur ekki enn fært nokkur rök fyrir skorti á fagmennsku og vankunnáttu fréttamannsins í rannsóknarblaðamennsku, sem mun vera skýringin á brottrekstrinum og að umfjöllunin var ekki birt á Kveik. Þar á bæ hafa menn vitað lengi að þögnin er besta aðferðin til að forðast óþægindi. Þögn er gulls ígildi, eins og segir í kvæðinu, en hún á ekki við um almannaútvarp sem ætlað er að hafa eftirlit með stjórnvöldum. Ástæða er þó til að hrósa sérstaklega ritstjóra Kastljóss fyrir að birta þessa umfjöllun. Það eru tvær spurningar sem brenna á almenningi. Annars vegar hvers vegna borgaryfirvöld afhenda þessi gæði til olíufélaganna endurgjaldslaust að því virðist og hins vegar af hverju yfirstjórn RÚV reynir að þagga niður umfjöllun um málið í Kveik. Ráðstöfun eigna almennings Nú er það svo að þeir sem fara með almannaeigur er óheimilt að ráðstafa þeim nema endurgjald komi í staðinn eða í þágu almannahagsmuna. Fréttaskýring brottrekna Kveiksfréttamannsins var í þeim tilgangi að grafast fyrir um ástæður og rök fyrir þessum gjörningi og hvort og hvaða endurgjald kom fyrir eða hvaða almannahagsmunir réttlættu hann. Segjast verður eins og er að fyrrverandi borgarstjóri gat litlu svarað og almenningur er litlu nær um þennan gjafagjörning af hálfu borgarinnar. Ekki batnaði málflutningur borgarstjórans fyrrverandi eftir að umfjöllunin birtist í Kastljósi, sem var meira og minna skítkast í garð fréttamannsins í stað þess að rökstyðja þennan gjörning. Borgarstjórinn fyrrverandi hefur þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið dæluna ganga endalaust þótt bensínið sé löngu búið á tanknum. Hann er samt alltaf bestur áður en byrjar að tala. Ekki var það til bóta þegar formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar blandaði sér í umræðuna, sem er Pírati, en sá flokkur hefur gefið það út að hann beiti sér fyrir heiðarleika og gegn spillingu. Formaðurinn kemur gjarnan inn í umræðuna eins og geimvera sem millilenti óvart á jörðinni. Blaðrar eitthvað óskiljanlegt og sundurlaust og virðist hafa lært eitt orð á íslensku, hið vinsæla orð upplýsingaóreiða, sem einkum er notað af þeim sem hafa málað sig út í horn og geta engu svarað. Ástæða er til að benda formanni umhverfis-og skipulagsráði borgarinnar á að það skiptir engu máli í umræðunni hvort olíufélögin hafi heimild til að byggja 500 eða 700 íbúðir á lóðunum, heldur hvort borgin hafi afhent tugmilljarða verðmæti til einkaaðila án endurgjalds. Þögn RÚV Framganga RÚV í þessu máli vekur furðu og tortryggni. Yfirstjórn RÚV hefur tekið þann pól í hæðina að reyna þegja málið í hel. Menn hafa leitað skýringa og bent á hagsmunatengsl yfirstjórnar RÚV og meirihlutans í borginni og pólitísks samkrulls þar á milli. Hvað sem því líður er til merkileg skýrsla ríkisendurskoðanda frá 2019 um opinbera hlutafélagið RÚV ohf. Fyrir utan umfjöllun um óráðsíu í rekstrinum, ógjaldfærni og ósjálfbærni er fjallað um gjafagjörning borgarinnar til RÚV er snertir lóðina í Efstaleiti, sem nam um einum og hálfum milljarði 2015 á verðlagi þess tíma. Það var mikilvægur gjörningur til að rétta af fjárhag opinbera hlutafélagsins í Efstaleitinu. Einhverra hluta vegna var það ekki fréttaefni á sínum tíma og dugði ekki til að vekja áhuga okkar fjölmörgu faglegu rannsóknarblaðamanna. Meðvitundarleysi okkar helstu spillingarsérfræðinga Þögn okkar helstu spillingarsérfræðinga vekur ekki síður furðu. Ekkert hefur heyrst í Illuga Jökuls, Hallgrími Helga, Atla Þór Fanndal, sem var lengi hjá samtökum sem barðist gegn spillingu, eða Þorvaldi Gylfasyni, sem gjarnan kveða upp dóma um spillingu með upphrópunum án þess að þekkja nokkuð til mála. Læðist að manni sá grunur að þessir sérfræðingar í spillingu annarra hafi ekki nokkurn áhuga á spillingu yfirhöfuð nema þegar umræðan gagnist þeim í pólitískum tilgangi. Ef það hefði verið annar meirihluti við stjórn borgarinnar á þessum tíma væru þessir menn búnir að krefjast óháðrar rannsóknarnefndar og jafnvel lögreglurannsóknar. Verst er að útvarpið í almannaþágu skuli vera í aðalhlutverki í þessu leikriti. Höfundur gegnir sérverkefnum fyrir íslensk yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Ríkisútvarpið Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Úthlutun borgarinnar á gæðum, sem felst í byggingarrétti olíufélaganna á lóðum borgarinnar, hefur verið talsvert til umræðu undanfarið. Þessi umræða er ekki alveg ný af nálinni en fór á flug þegar yfirstjórn RÚV neitaði að birta umfjöllun fréttamanns Kveiks um málið í fyrirhuguðum Kveiksþætti. Þótti fréttaskýringin svo illa unnin að ekki voru önnur ráð en að reka fréttamanninn með áður óþekktum skætingi og niðurlægingu. Yfirstjórn RÚV hefur ekki enn fært nokkur rök fyrir skorti á fagmennsku og vankunnáttu fréttamannsins í rannsóknarblaðamennsku, sem mun vera skýringin á brottrekstrinum og að umfjöllunin var ekki birt á Kveik. Þar á bæ hafa menn vitað lengi að þögnin er besta aðferðin til að forðast óþægindi. Þögn er gulls ígildi, eins og segir í kvæðinu, en hún á ekki við um almannaútvarp sem ætlað er að hafa eftirlit með stjórnvöldum. Ástæða er þó til að hrósa sérstaklega ritstjóra Kastljóss fyrir að birta þessa umfjöllun. Það eru tvær spurningar sem brenna á almenningi. Annars vegar hvers vegna borgaryfirvöld afhenda þessi gæði til olíufélaganna endurgjaldslaust að því virðist og hins vegar af hverju yfirstjórn RÚV reynir að þagga niður umfjöllun um málið í Kveik. Ráðstöfun eigna almennings Nú er það svo að þeir sem fara með almannaeigur er óheimilt að ráðstafa þeim nema endurgjald komi í staðinn eða í þágu almannahagsmuna. Fréttaskýring brottrekna Kveiksfréttamannsins var í þeim tilgangi að grafast fyrir um ástæður og rök fyrir þessum gjörningi og hvort og hvaða endurgjald kom fyrir eða hvaða almannahagsmunir réttlættu hann. Segjast verður eins og er að fyrrverandi borgarstjóri gat litlu svarað og almenningur er litlu nær um þennan gjafagjörning af hálfu borgarinnar. Ekki batnaði málflutningur borgarstjórans fyrrverandi eftir að umfjöllunin birtist í Kastljósi, sem var meira og minna skítkast í garð fréttamannsins í stað þess að rökstyðja þennan gjörning. Borgarstjórinn fyrrverandi hefur þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið dæluna ganga endalaust þótt bensínið sé löngu búið á tanknum. Hann er samt alltaf bestur áður en byrjar að tala. Ekki var það til bóta þegar formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar blandaði sér í umræðuna, sem er Pírati, en sá flokkur hefur gefið það út að hann beiti sér fyrir heiðarleika og gegn spillingu. Formaðurinn kemur gjarnan inn í umræðuna eins og geimvera sem millilenti óvart á jörðinni. Blaðrar eitthvað óskiljanlegt og sundurlaust og virðist hafa lært eitt orð á íslensku, hið vinsæla orð upplýsingaóreiða, sem einkum er notað af þeim sem hafa málað sig út í horn og geta engu svarað. Ástæða er til að benda formanni umhverfis-og skipulagsráði borgarinnar á að það skiptir engu máli í umræðunni hvort olíufélögin hafi heimild til að byggja 500 eða 700 íbúðir á lóðunum, heldur hvort borgin hafi afhent tugmilljarða verðmæti til einkaaðila án endurgjalds. Þögn RÚV Framganga RÚV í þessu máli vekur furðu og tortryggni. Yfirstjórn RÚV hefur tekið þann pól í hæðina að reyna þegja málið í hel. Menn hafa leitað skýringa og bent á hagsmunatengsl yfirstjórnar RÚV og meirihlutans í borginni og pólitísks samkrulls þar á milli. Hvað sem því líður er til merkileg skýrsla ríkisendurskoðanda frá 2019 um opinbera hlutafélagið RÚV ohf. Fyrir utan umfjöllun um óráðsíu í rekstrinum, ógjaldfærni og ósjálfbærni er fjallað um gjafagjörning borgarinnar til RÚV er snertir lóðina í Efstaleiti, sem nam um einum og hálfum milljarði 2015 á verðlagi þess tíma. Það var mikilvægur gjörningur til að rétta af fjárhag opinbera hlutafélagsins í Efstaleitinu. Einhverra hluta vegna var það ekki fréttaefni á sínum tíma og dugði ekki til að vekja áhuga okkar fjölmörgu faglegu rannsóknarblaðamanna. Meðvitundarleysi okkar helstu spillingarsérfræðinga Þögn okkar helstu spillingarsérfræðinga vekur ekki síður furðu. Ekkert hefur heyrst í Illuga Jökuls, Hallgrími Helga, Atla Þór Fanndal, sem var lengi hjá samtökum sem barðist gegn spillingu, eða Þorvaldi Gylfasyni, sem gjarnan kveða upp dóma um spillingu með upphrópunum án þess að þekkja nokkuð til mála. Læðist að manni sá grunur að þessir sérfræðingar í spillingu annarra hafi ekki nokkurn áhuga á spillingu yfirhöfuð nema þegar umræðan gagnist þeim í pólitískum tilgangi. Ef það hefði verið annar meirihluti við stjórn borgarinnar á þessum tíma væru þessir menn búnir að krefjast óháðrar rannsóknarnefndar og jafnvel lögreglurannsóknar. Verst er að útvarpið í almannaþágu skuli vera í aðalhlutverki í þessu leikriti. Höfundur gegnir sérverkefnum fyrir íslensk yfirvöld.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar