Almannahagsmunir, fúsk eða spilling? Brynjar Níelsson skrifar 13. maí 2024 10:40 Úthlutun borgarinnar á gæðum, sem felst í byggingarrétti olíufélaganna á lóðum borgarinnar, hefur verið talsvert til umræðu undanfarið. Þessi umræða er ekki alveg ný af nálinni en fór á flug þegar yfirstjórn RÚV neitaði að birta umfjöllun fréttamanns Kveiks um málið í fyrirhuguðum Kveiksþætti. Þótti fréttaskýringin svo illa unnin að ekki voru önnur ráð en að reka fréttamanninn með áður óþekktum skætingi og niðurlægingu. Yfirstjórn RÚV hefur ekki enn fært nokkur rök fyrir skorti á fagmennsku og vankunnáttu fréttamannsins í rannsóknarblaðamennsku, sem mun vera skýringin á brottrekstrinum og að umfjöllunin var ekki birt á Kveik. Þar á bæ hafa menn vitað lengi að þögnin er besta aðferðin til að forðast óþægindi. Þögn er gulls ígildi, eins og segir í kvæðinu, en hún á ekki við um almannaútvarp sem ætlað er að hafa eftirlit með stjórnvöldum. Ástæða er þó til að hrósa sérstaklega ritstjóra Kastljóss fyrir að birta þessa umfjöllun. Það eru tvær spurningar sem brenna á almenningi. Annars vegar hvers vegna borgaryfirvöld afhenda þessi gæði til olíufélaganna endurgjaldslaust að því virðist og hins vegar af hverju yfirstjórn RÚV reynir að þagga niður umfjöllun um málið í Kveik. Ráðstöfun eigna almennings Nú er það svo að þeir sem fara með almannaeigur er óheimilt að ráðstafa þeim nema endurgjald komi í staðinn eða í þágu almannahagsmuna. Fréttaskýring brottrekna Kveiksfréttamannsins var í þeim tilgangi að grafast fyrir um ástæður og rök fyrir þessum gjörningi og hvort og hvaða endurgjald kom fyrir eða hvaða almannahagsmunir réttlættu hann. Segjast verður eins og er að fyrrverandi borgarstjóri gat litlu svarað og almenningur er litlu nær um þennan gjafagjörning af hálfu borgarinnar. Ekki batnaði málflutningur borgarstjórans fyrrverandi eftir að umfjöllunin birtist í Kastljósi, sem var meira og minna skítkast í garð fréttamannsins í stað þess að rökstyðja þennan gjörning. Borgarstjórinn fyrrverandi hefur þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið dæluna ganga endalaust þótt bensínið sé löngu búið á tanknum. Hann er samt alltaf bestur áður en byrjar að tala. Ekki var það til bóta þegar formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar blandaði sér í umræðuna, sem er Pírati, en sá flokkur hefur gefið það út að hann beiti sér fyrir heiðarleika og gegn spillingu. Formaðurinn kemur gjarnan inn í umræðuna eins og geimvera sem millilenti óvart á jörðinni. Blaðrar eitthvað óskiljanlegt og sundurlaust og virðist hafa lært eitt orð á íslensku, hið vinsæla orð upplýsingaóreiða, sem einkum er notað af þeim sem hafa málað sig út í horn og geta engu svarað. Ástæða er til að benda formanni umhverfis-og skipulagsráði borgarinnar á að það skiptir engu máli í umræðunni hvort olíufélögin hafi heimild til að byggja 500 eða 700 íbúðir á lóðunum, heldur hvort borgin hafi afhent tugmilljarða verðmæti til einkaaðila án endurgjalds. Þögn RÚV Framganga RÚV í þessu máli vekur furðu og tortryggni. Yfirstjórn RÚV hefur tekið þann pól í hæðina að reyna þegja málið í hel. Menn hafa leitað skýringa og bent á hagsmunatengsl yfirstjórnar RÚV og meirihlutans í borginni og pólitísks samkrulls þar á milli. Hvað sem því líður er til merkileg skýrsla ríkisendurskoðanda frá 2019 um opinbera hlutafélagið RÚV ohf. Fyrir utan umfjöllun um óráðsíu í rekstrinum, ógjaldfærni og ósjálfbærni er fjallað um gjafagjörning borgarinnar til RÚV er snertir lóðina í Efstaleiti, sem nam um einum og hálfum milljarði 2015 á verðlagi þess tíma. Það var mikilvægur gjörningur til að rétta af fjárhag opinbera hlutafélagsins í Efstaleitinu. Einhverra hluta vegna var það ekki fréttaefni á sínum tíma og dugði ekki til að vekja áhuga okkar fjölmörgu faglegu rannsóknarblaðamanna. Meðvitundarleysi okkar helstu spillingarsérfræðinga Þögn okkar helstu spillingarsérfræðinga vekur ekki síður furðu. Ekkert hefur heyrst í Illuga Jökuls, Hallgrími Helga, Atla Þór Fanndal, sem var lengi hjá samtökum sem barðist gegn spillingu, eða Þorvaldi Gylfasyni, sem gjarnan kveða upp dóma um spillingu með upphrópunum án þess að þekkja nokkuð til mála. Læðist að manni sá grunur að þessir sérfræðingar í spillingu annarra hafi ekki nokkurn áhuga á spillingu yfirhöfuð nema þegar umræðan gagnist þeim í pólitískum tilgangi. Ef það hefði verið annar meirihluti við stjórn borgarinnar á þessum tíma væru þessir menn búnir að krefjast óháðrar rannsóknarnefndar og jafnvel lögreglurannsóknar. Verst er að útvarpið í almannaþágu skuli vera í aðalhlutverki í þessu leikriti. Höfundur gegnir sérverkefnum fyrir íslensk yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Ríkisútvarpið Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Úthlutun borgarinnar á gæðum, sem felst í byggingarrétti olíufélaganna á lóðum borgarinnar, hefur verið talsvert til umræðu undanfarið. Þessi umræða er ekki alveg ný af nálinni en fór á flug þegar yfirstjórn RÚV neitaði að birta umfjöllun fréttamanns Kveiks um málið í fyrirhuguðum Kveiksþætti. Þótti fréttaskýringin svo illa unnin að ekki voru önnur ráð en að reka fréttamanninn með áður óþekktum skætingi og niðurlægingu. Yfirstjórn RÚV hefur ekki enn fært nokkur rök fyrir skorti á fagmennsku og vankunnáttu fréttamannsins í rannsóknarblaðamennsku, sem mun vera skýringin á brottrekstrinum og að umfjöllunin var ekki birt á Kveik. Þar á bæ hafa menn vitað lengi að þögnin er besta aðferðin til að forðast óþægindi. Þögn er gulls ígildi, eins og segir í kvæðinu, en hún á ekki við um almannaútvarp sem ætlað er að hafa eftirlit með stjórnvöldum. Ástæða er þó til að hrósa sérstaklega ritstjóra Kastljóss fyrir að birta þessa umfjöllun. Það eru tvær spurningar sem brenna á almenningi. Annars vegar hvers vegna borgaryfirvöld afhenda þessi gæði til olíufélaganna endurgjaldslaust að því virðist og hins vegar af hverju yfirstjórn RÚV reynir að þagga niður umfjöllun um málið í Kveik. Ráðstöfun eigna almennings Nú er það svo að þeir sem fara með almannaeigur er óheimilt að ráðstafa þeim nema endurgjald komi í staðinn eða í þágu almannahagsmuna. Fréttaskýring brottrekna Kveiksfréttamannsins var í þeim tilgangi að grafast fyrir um ástæður og rök fyrir þessum gjörningi og hvort og hvaða endurgjald kom fyrir eða hvaða almannahagsmunir réttlættu hann. Segjast verður eins og er að fyrrverandi borgarstjóri gat litlu svarað og almenningur er litlu nær um þennan gjafagjörning af hálfu borgarinnar. Ekki batnaði málflutningur borgarstjórans fyrrverandi eftir að umfjöllunin birtist í Kastljósi, sem var meira og minna skítkast í garð fréttamannsins í stað þess að rökstyðja þennan gjörning. Borgarstjórinn fyrrverandi hefur þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið dæluna ganga endalaust þótt bensínið sé löngu búið á tanknum. Hann er samt alltaf bestur áður en byrjar að tala. Ekki var það til bóta þegar formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar blandaði sér í umræðuna, sem er Pírati, en sá flokkur hefur gefið það út að hann beiti sér fyrir heiðarleika og gegn spillingu. Formaðurinn kemur gjarnan inn í umræðuna eins og geimvera sem millilenti óvart á jörðinni. Blaðrar eitthvað óskiljanlegt og sundurlaust og virðist hafa lært eitt orð á íslensku, hið vinsæla orð upplýsingaóreiða, sem einkum er notað af þeim sem hafa málað sig út í horn og geta engu svarað. Ástæða er til að benda formanni umhverfis-og skipulagsráði borgarinnar á að það skiptir engu máli í umræðunni hvort olíufélögin hafi heimild til að byggja 500 eða 700 íbúðir á lóðunum, heldur hvort borgin hafi afhent tugmilljarða verðmæti til einkaaðila án endurgjalds. Þögn RÚV Framganga RÚV í þessu máli vekur furðu og tortryggni. Yfirstjórn RÚV hefur tekið þann pól í hæðina að reyna þegja málið í hel. Menn hafa leitað skýringa og bent á hagsmunatengsl yfirstjórnar RÚV og meirihlutans í borginni og pólitísks samkrulls þar á milli. Hvað sem því líður er til merkileg skýrsla ríkisendurskoðanda frá 2019 um opinbera hlutafélagið RÚV ohf. Fyrir utan umfjöllun um óráðsíu í rekstrinum, ógjaldfærni og ósjálfbærni er fjallað um gjafagjörning borgarinnar til RÚV er snertir lóðina í Efstaleiti, sem nam um einum og hálfum milljarði 2015 á verðlagi þess tíma. Það var mikilvægur gjörningur til að rétta af fjárhag opinbera hlutafélagsins í Efstaleitinu. Einhverra hluta vegna var það ekki fréttaefni á sínum tíma og dugði ekki til að vekja áhuga okkar fjölmörgu faglegu rannsóknarblaðamanna. Meðvitundarleysi okkar helstu spillingarsérfræðinga Þögn okkar helstu spillingarsérfræðinga vekur ekki síður furðu. Ekkert hefur heyrst í Illuga Jökuls, Hallgrími Helga, Atla Þór Fanndal, sem var lengi hjá samtökum sem barðist gegn spillingu, eða Þorvaldi Gylfasyni, sem gjarnan kveða upp dóma um spillingu með upphrópunum án þess að þekkja nokkuð til mála. Læðist að manni sá grunur að þessir sérfræðingar í spillingu annarra hafi ekki nokkurn áhuga á spillingu yfirhöfuð nema þegar umræðan gagnist þeim í pólitískum tilgangi. Ef það hefði verið annar meirihluti við stjórn borgarinnar á þessum tíma væru þessir menn búnir að krefjast óháðrar rannsóknarnefndar og jafnvel lögreglurannsóknar. Verst er að útvarpið í almannaþágu skuli vera í aðalhlutverki í þessu leikriti. Höfundur gegnir sérverkefnum fyrir íslensk yfirvöld.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar