Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2024 16:46 Frá slysstað nærri Kirkjubæjarklaustri í desember 2017. Vísir/Vilhelm Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. TM segist hafa fengið umboð frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM þá gæti hann ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Var TM sýknað af kröfu kínverska fyrirtækisins. Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Tryggingar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. TM segist hafa fengið umboð frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM þá gæti hann ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Var TM sýknað af kröfu kínverska fyrirtækisins.
Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Tryggingar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira