Staðfesta risasekt Arnarlax Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 14:03 Arnarlax er með þessar starfstöðvar sem sjást á myndinni í Bíldudal. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022. MAST sagði aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í úrskurði ráðuneytisins er saga málsins rakin. Í ágúst 2021 var MAST tilkynnt um gat í kví Arnarlax. Sumarið 2022 fór að bera á „óeðlilegri fisktegund“ í ám innfjarða Arnarfjarðar. Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu og fundust alls 24 laxar sem hægt var að rekja til umræddar Kvíar. Í október 2022 var lokið við slátrun á fiskum úr umræddri kví. Fjöldi laxa í henni voru rúmlega 18 þúsund, en Matvælastofnun hafði fengið upplýsingar um að 137 þúsund fiskar hefðu farið í kvína, og að skráð afföll væru 33 þúsund. Þar á eftir tilkynnti MAST um rannsókn á misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, þar sem mikill munur væri á fjölda fiska sem gefin var upp í skýrslum og fjöldanum sem kom í ljós við slátrun. Í nóvember 2022 tilkynnti MAST síðan um 120 milljóna stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki sinnt skyldu sinni til að tilkynna strokið. Arnarlax greiddi sektina með fyrirvara um að fyrirtækið myndi leita réttar síns vegna málsins, sem það gerði með stjórnsýslukærunni sem matvælaráðuneytið hefur nú tekið fyrir. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að rannsókn MAST hafi að miklu leiti beinst að fóðurnotkun í umræddri kví. Fóðurgjöfin hafi verið jafn mikil og í öðrum sambærilegum kvíum, þangað til skyndilega í júní 2021, en þá urðu skörp skil á milli. Fóðurgjöf í umræddri kví hélst nánast alltaf sú sama, en fóðurgjöf annarra kvía hækkaði stöðugt. Í september 2021 var hún orðin tífalt hærri en í maí sama ár. Arnarlax mótmælti því ekki að fóðurgjöfin í umræddri kví fæli í sér frávik, en vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að það orsakaðist af því að fiskar hefðu strokið. Ástæðan fyrir því er sú að margþættar ástæður geta verið fyrir minni fóðurgjöf. Ráðuneytið fellst á það í úrskurði sínum, að margþættar ástæður geti legið fyrir, en bendir á að þá hefðu álíka breytingar átt að eiga sér stað í öðrum sambærilegum kvíum þar sem frávik urðu ekki. Arnarlax hefði því mátt ætla að fiskur hefði sloppið úr kvínni. „Með því að tilkynna ekki um það frávik sýndi kærandi af sér verulegt athafnaleysi,“ segir í úrskurði ráðuneytisins sem eins og áður segir staðfesti 120 milljón króna sekt MAST. Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
MAST sagði aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í úrskurði ráðuneytisins er saga málsins rakin. Í ágúst 2021 var MAST tilkynnt um gat í kví Arnarlax. Sumarið 2022 fór að bera á „óeðlilegri fisktegund“ í ám innfjarða Arnarfjarðar. Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu og fundust alls 24 laxar sem hægt var að rekja til umræddar Kvíar. Í október 2022 var lokið við slátrun á fiskum úr umræddri kví. Fjöldi laxa í henni voru rúmlega 18 þúsund, en Matvælastofnun hafði fengið upplýsingar um að 137 þúsund fiskar hefðu farið í kvína, og að skráð afföll væru 33 þúsund. Þar á eftir tilkynnti MAST um rannsókn á misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, þar sem mikill munur væri á fjölda fiska sem gefin var upp í skýrslum og fjöldanum sem kom í ljós við slátrun. Í nóvember 2022 tilkynnti MAST síðan um 120 milljóna stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki sinnt skyldu sinni til að tilkynna strokið. Arnarlax greiddi sektina með fyrirvara um að fyrirtækið myndi leita réttar síns vegna málsins, sem það gerði með stjórnsýslukærunni sem matvælaráðuneytið hefur nú tekið fyrir. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að rannsókn MAST hafi að miklu leiti beinst að fóðurnotkun í umræddri kví. Fóðurgjöfin hafi verið jafn mikil og í öðrum sambærilegum kvíum, þangað til skyndilega í júní 2021, en þá urðu skörp skil á milli. Fóðurgjöf í umræddri kví hélst nánast alltaf sú sama, en fóðurgjöf annarra kvía hækkaði stöðugt. Í september 2021 var hún orðin tífalt hærri en í maí sama ár. Arnarlax mótmælti því ekki að fóðurgjöfin í umræddri kví fæli í sér frávik, en vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að það orsakaðist af því að fiskar hefðu strokið. Ástæðan fyrir því er sú að margþættar ástæður geta verið fyrir minni fóðurgjöf. Ráðuneytið fellst á það í úrskurði sínum, að margþættar ástæður geti legið fyrir, en bendir á að þá hefðu álíka breytingar átt að eiga sér stað í öðrum sambærilegum kvíum þar sem frávik urðu ekki. Arnarlax hefði því mátt ætla að fiskur hefði sloppið úr kvínni. „Með því að tilkynna ekki um það frávik sýndi kærandi af sér verulegt athafnaleysi,“ segir í úrskurði ráðuneytisins sem eins og áður segir staðfesti 120 milljón króna sekt MAST.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira