Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. apríl 2024 08:55 Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra eftir að hún ákvað að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira