„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2024 21:26 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var virkilega ósáttur eftir 39 stiga tap gegn Keflavík VÍSIR/BÁRA Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna. Höttur Subway-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna.
Höttur Subway-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira