Fimm ára bann fyrir að þvinga íþróttakonu til að yfirgefa ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2024 09:31 Krystsina Tsimanouskaya óttaðist um öryggi sitt og fékk hæli í Póllandi. Hún keppir ekki lengur fyrir Hvíta-Rússland heldur fyrir Pólland. Getty/Attila Husejnow Hvít-rússneski frjálsíþróttaþjálfarinn Jurij Moisevich má ekki koma nálægt íþróttinni næstu fimm árin. Ástæðan er að hann var uppvís að því að þvinga íþróttakonuna Krystsina Tsimanouskaya til að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó 2021. „Framkoma Jurij Moisevich í Tókýó var klár misbeiting valds og hann sýndi íþróttakonunni með þessu mikla vanvirðingu,“ sagði í yfirlýsingu AIU, Athletics Integrity Unit. SVT segir frá. Moisevich var þarna yfirþjálfari frjálsíþróttalandsliðs Hvíta-Rússlands. Ex-Belarus Olympic coach Yuri Moisevich has been banned for five years after a tribunal over his actions at the Tokyo Olympics, where sprinter Krystsina Tsimanouskaya feared for her safety when he attempted to force her return to Belarus.Read it here https://t.co/a7ZUjpXoDj— Her Sport (@HerSportDotIE) March 2, 2024 Atvikið var stórt fréttamál á meðan leikunum stóð og úr varð mikið pólitískt mál þar sem að komu Alþjóða Ólympíunefndin, Japan, Pólland og Hvíta-Rússland. Tsimanouskaya hafði sett spurningarmerki við það af hverju hún átti að hlaupa einn sprettinn í 4 x 400 metra boðhlaupi, eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður á ferlinum. Forráðamenn hvít-rússneska Ólympíuliðsins ákváðu þá að reka hana af leikunum og þvinga hana til að fara aftur heim til Hvíta-Rússlands. Moisevich var annar þeirra sem fylgdi henni út á flugvöll. Moisevich er refsað fyrir að ljúga um ástæðurnar ferðalagsins á flugvellinum og hinn 62 ára gamli Moisevich verður nú í banni til febrúar 2029. Tsimanouskaya sagðist hafa óttast um öryggi sitt við heimkonuna. Hún leitaði sér hjálpar á flugvellinum og sótti síðan um hæli í Póllandi. Þar býr hún nú og keppir fyrir Pólland. Tsimanouskaya hefur sett stefnuna á það að keppa fyrir Pólland í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í París í sumar. 3 years ago, Krystsina Tsimanouskaya's rights were violated by the #Lukashenko regime s officials at the #TokyoOlympics. Today the @WorldAthletics Disciplinary Tribunal banned Yury Moisevich, former coach of the Belarusian athletics team, from the athletics for 5 years.I express pic.twitter.com/KV2XtprJNL— Pavel Latushka (@PavelLatushka) February 27, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Ástæðan er að hann var uppvís að því að þvinga íþróttakonuna Krystsina Tsimanouskaya til að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó 2021. „Framkoma Jurij Moisevich í Tókýó var klár misbeiting valds og hann sýndi íþróttakonunni með þessu mikla vanvirðingu,“ sagði í yfirlýsingu AIU, Athletics Integrity Unit. SVT segir frá. Moisevich var þarna yfirþjálfari frjálsíþróttalandsliðs Hvíta-Rússlands. Ex-Belarus Olympic coach Yuri Moisevich has been banned for five years after a tribunal over his actions at the Tokyo Olympics, where sprinter Krystsina Tsimanouskaya feared for her safety when he attempted to force her return to Belarus.Read it here https://t.co/a7ZUjpXoDj— Her Sport (@HerSportDotIE) March 2, 2024 Atvikið var stórt fréttamál á meðan leikunum stóð og úr varð mikið pólitískt mál þar sem að komu Alþjóða Ólympíunefndin, Japan, Pólland og Hvíta-Rússland. Tsimanouskaya hafði sett spurningarmerki við það af hverju hún átti að hlaupa einn sprettinn í 4 x 400 metra boðhlaupi, eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður á ferlinum. Forráðamenn hvít-rússneska Ólympíuliðsins ákváðu þá að reka hana af leikunum og þvinga hana til að fara aftur heim til Hvíta-Rússlands. Moisevich var annar þeirra sem fylgdi henni út á flugvöll. Moisevich er refsað fyrir að ljúga um ástæðurnar ferðalagsins á flugvellinum og hinn 62 ára gamli Moisevich verður nú í banni til febrúar 2029. Tsimanouskaya sagðist hafa óttast um öryggi sitt við heimkonuna. Hún leitaði sér hjálpar á flugvellinum og sótti síðan um hæli í Póllandi. Þar býr hún nú og keppir fyrir Pólland. Tsimanouskaya hefur sett stefnuna á það að keppa fyrir Pólland í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í París í sumar. 3 years ago, Krystsina Tsimanouskaya's rights were violated by the #Lukashenko regime s officials at the #TokyoOlympics. Today the @WorldAthletics Disciplinary Tribunal banned Yury Moisevich, former coach of the Belarusian athletics team, from the athletics for 5 years.I express pic.twitter.com/KV2XtprJNL— Pavel Latushka (@PavelLatushka) February 27, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira