Sport

„Ef þú ert enn með pung þá bíð ég eftir þér á Spáni“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ilia Topuria fagnar sigrinum í nótt. Hann skoraði á Conor McGregor að mæta sér á Santiago Bernabeu á Spáni.
Ilia Topuria fagnar sigrinum í nótt. Hann skoraði á Conor McGregor að mæta sér á Santiago Bernabeu á Spáni. Vísir/Getty

Ilia Topuria varð í nótt fyrsti Spánverjinn til að vinna titil í UFC. Eftir sigurinn skoraði hann á Conor McGregor og sagðist munu bíða eftir honum á Spáni.

Topuria mætti Ástralanum Alexander Volkanovski í Anaheim í Kaliforníu í nótt en Volkanovski er fyrrum ruðningsleikmaður sem varið hefur titilinn í fjaðurvikt í fimm skipti og verið meistari í meira en 1500 daga.

Volkanovski missti hins vegar titilinn í nótt. Hinn spænski Topuria, sem fæddur er í Georgíu, vann á rothöggi eftir rúmar þrjár mínútur í annarri lotu. Hann hafði þá náð nokkrum góðum höggum á Volkanovski.

Frá bardaga þeirra Topuria og Volkanovski í nótt.Vísir/Getty

„Ég er svo glaður núna. Ég vissi allan tímann að ég myndi einhvern tíman verða UFC-meistari,“ sagði Topuria áður en hann sneri sér að áhorfendum.

„Það skiptir engu máli hvaðan maður kemur. Það sem er framundan er mikilvægara en það sem er að baki.“

Vill mæta McGregor á Bernabeu

Topuria hefur nú unnið alla 15 viðureignir sínar og vill næst mæta Conor McGregor á Santiago Bernabeu, heimavelli knattspyrnuliðsins Real Madrid.

„Dana White, það er tími til kominn að fara með UFC til Spánar,“ sagði hann áður en hann kom með skilaboð til Conor McGregor.

„Ef þú ert enn með pung þá bíð ég eftir þér á Spáni.“

Conor McGregor hefur ekki keppt í UFC síðan árið 2021 en hann er margfaldur meistari í fjaður-, velti- og léttavigt. 

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×