Kamila Valieva frá Rússlandi hefur verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum, fyrir að nota ólögleg lyf.
Hún féll á lyfjaprófi á jóladag 2021 en fékk samt að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022. Hún var í rússneska liðinu sem vann liðakeppnina í listdansi á skautum á leikunum.
Rússland hefur nú verið svipt gullverðlaununum og Bandaríkin fá þau í staðinn. Japan fær silfur í staðinn fyrir brons en Rússland heldur halda bronsverðlaunum sínum þar sem liðið var með fleiri stig en Kanada þrátt fyrir að stigin sem Valieva vann sér inn hafi verið dregin frá.
Alþjóða ólympíunefndin hefur nú gefið út að verðlaunaafhending verði haldin þar sem Bandaríkjakonur og Japanir fá nýju verðlaunin sín afhent.
Rússar eru afar ósáttir við úrskurð CAS og ætla að áfrýja honum. Rússneska lyfjaeftirlitið komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að Valieva hefði ekkert til saka unnið.