Framsóknarmenn undirbúa listaverk um einvígi aldarinnar Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 10:58 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mikill áhugamaður um skák. Vísir/Magnús Hlynur Menningar- og viðskiptaráðherra hefur falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leiðir hópinn, sem skipaður er þremur öðrum Framsóknarmönnum og tveimur skákmönnum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra
Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira
Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31