Taylor Swift þarf að leggja mikið á sig til að ná Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 14:28 Travis Kelce og Taylor Swift fagna saman eftir leikinn. Getty/Patrick Smith Enn á ný var það tónlistarkonan Taylor Swift sem stal sviðsljósinu á Kansas City Chiefs leik í nótt þegar liðið tryggði sér sæti í leiknum um Ofurskál NFL-deildarinnar. Myndavélarnar voru á Taylor þegar hún fagnaði snertimörkum liðsins sem og þegar hún fór niður á völl til að óska kærastanum, innherjanum Travis Kelce, til hamingju með sigurinn. Úr varð skemmtileg fagnaðarstund þar sem parið kysstist og faðmaðist fyrir framan allar myndavélarnar. Travis Kelce hafði þarna átt enn stórleikinn og bætt við NFL-met sín en hann er nú sá leikmaður sem hefur gripið flesta bolta í sögu úrslitakeppninnar. Úrslitaleikurinn fer ekki fram fyrr en eftir tvær vikur og þá er Taylor Swift upptekin við tónleikahald hinum megin á hnettinum. Eða hvað? Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 Bandarískir fjölmiðlar eru sannfærðir um það að Taylor Swift leiti allra leiða til að ná að skila sér til Las Vegas þar sem Super Bowl leikurinn er spilaður í ár. Taylor Swift heldur fjóra tónleika í Tókýó í Japan í vikunni fyrir Super Bowl og sá síðasti af þeim fer fram laugardaginn 10. febrúar. Swift á einkaflugvél og ætti því að geta flogið strax af stað eftir tónleikanna. Það mun taka tíu til tólf tíma að fljúga frá Tókýó til Las Vegas. Taylor græðir því á því að klukkan í Japan er fjórtán tímum á undan og því væri hún í raun að fljúga aftur í tímann færi hún þessa leið. Hún gæti því náð að komast til Las Vegas löngu áður en leikurinn hefst. Það er hins vegar mikið álag að halda fjóra tónleika í röð þar sem hún er hverju sinni meira en þrjá tíma upp á sviði. Swift verður því örugglega alveg búin á því eftir þessa tónleikahrinu. Hvort hún sé tilbúin að leggja á sig þetta ferðalag fyrir kærastann verður að koma í ljós en bandarískir fjölmiðlar munu að minnsta kosti fylgjast vel með öllu saman. Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 NFL Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Myndavélarnar voru á Taylor þegar hún fagnaði snertimörkum liðsins sem og þegar hún fór niður á völl til að óska kærastanum, innherjanum Travis Kelce, til hamingju með sigurinn. Úr varð skemmtileg fagnaðarstund þar sem parið kysstist og faðmaðist fyrir framan allar myndavélarnar. Travis Kelce hafði þarna átt enn stórleikinn og bætt við NFL-met sín en hann er nú sá leikmaður sem hefur gripið flesta bolta í sögu úrslitakeppninnar. Úrslitaleikurinn fer ekki fram fyrr en eftir tvær vikur og þá er Taylor Swift upptekin við tónleikahald hinum megin á hnettinum. Eða hvað? Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 Bandarískir fjölmiðlar eru sannfærðir um það að Taylor Swift leiti allra leiða til að ná að skila sér til Las Vegas þar sem Super Bowl leikurinn er spilaður í ár. Taylor Swift heldur fjóra tónleika í Tókýó í Japan í vikunni fyrir Super Bowl og sá síðasti af þeim fer fram laugardaginn 10. febrúar. Swift á einkaflugvél og ætti því að geta flogið strax af stað eftir tónleikanna. Það mun taka tíu til tólf tíma að fljúga frá Tókýó til Las Vegas. Taylor græðir því á því að klukkan í Japan er fjórtán tímum á undan og því væri hún í raun að fljúga aftur í tímann færi hún þessa leið. Hún gæti því náð að komast til Las Vegas löngu áður en leikurinn hefst. Það er hins vegar mikið álag að halda fjóra tónleika í röð þar sem hún er hverju sinni meira en þrjá tíma upp á sviði. Swift verður því örugglega alveg búin á því eftir þessa tónleikahrinu. Hvort hún sé tilbúin að leggja á sig þetta ferðalag fyrir kærastann verður að koma í ljós en bandarískir fjölmiðlar munu að minnsta kosti fylgjast vel með öllu saman. Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024
NFL Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira