Halldór Karl: Aganefnd KKÍ tekur mál Ragnars mögulega fyrir í maí Andri Már Eggertsson skrifar 25. janúar 2024 22:20 Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var hundfúll eftir eins stigs tap gegn Haukum á heimavelli. Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Halldór var einnig allt annað en sáttur út í vinnubrögð KKÍ. „Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
„Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira