Formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum og fylgið sögulega lágt Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2024 17:58 Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar telur fullvíst að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum áður en vorþingi lýkur. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei verið jafn illa undirbúinn undir kosningar og núna segir Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður flokksins. Flokkurinn hafi aldrei mælst með minna fylgi í könnunum og formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum. Páll Magnússon, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ófarir flokksins í Facebook-færslu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup - síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum. Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll í færslunni. Páll skrifar að Bjarni Benediktsson segi líka „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ sem sé líklega rangt mat. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði,“ skrifar Páll. Rétta fólki pensla til að útmála flokkinn sem spilltann Páll segir einnig að „einn gamall og harðkjarna Sjálfstæðismaður“ hafi spurt sig „Þurfum við alltaf að vera að rétta bæði málningarfötu og pensil upp í hendurnar á þeim sem vilja útmála flokkinn sem spilltan og klíkustýrðan?“ í tilefni af „sendiherrabixinu um daginn.“ Páll á þar án efa við sendiherraskipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni sem vakti töluverða athygli. „Ofan á þetta bætist svo að tvö umdeildustu málin sem heyra undir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og hafa gert lengi, orkumálin og útlendingamálin, eru í hreinum ólestri,“ skrifar Páll áfram og klykkir út með stórum lokaorðum: „Það er stundum sagt að flokkar þurfi alltaf að vera reiðubúnir í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei í sögu sinni verið jafn illa undir þær búinn og einmitt núna.“ Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ófarir flokksins í Facebook-færslu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup - síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum. Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll í færslunni. Páll skrifar að Bjarni Benediktsson segi líka „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ sem sé líklega rangt mat. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði,“ skrifar Páll. Rétta fólki pensla til að útmála flokkinn sem spilltann Páll segir einnig að „einn gamall og harðkjarna Sjálfstæðismaður“ hafi spurt sig „Þurfum við alltaf að vera að rétta bæði málningarfötu og pensil upp í hendurnar á þeim sem vilja útmála flokkinn sem spilltan og klíkustýrðan?“ í tilefni af „sendiherrabixinu um daginn.“ Páll á þar án efa við sendiherraskipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni sem vakti töluverða athygli. „Ofan á þetta bætist svo að tvö umdeildustu málin sem heyra undir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og hafa gert lengi, orkumálin og útlendingamálin, eru í hreinum ólestri,“ skrifar Páll áfram og klykkir út með stórum lokaorðum: „Það er stundum sagt að flokkar þurfi alltaf að vera reiðubúnir í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei í sögu sinni verið jafn illa undir þær búinn og einmitt núna.“
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira