„Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 10:45 Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnastjóri verkefnisins Allir með. Vísir Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir hér á landi. Börn sem þrá að tilheyra fá einfaldlega ekki þau tækifæri. Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sjá meira
Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir
Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn