Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2023 10:01 Fjórir nýir heimildaþættir um ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, verða frumsýndir á milli jóla og nýárs. Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Mikilvægir leikir fara fram í NFL, bæði á aðfangadag og gamlársdag, og NBA-deildin býður að venju upp á frábæran leik á jóladag. Í ár verður leikur stórveldanna LA Lakers og Boston Celtics sýndur á besta tíma um kvöldið. En það verður einnig frábært úrval af íslensku íþróttaefni. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna. Þá verður Sportsíldin á sínum stað á gamlársdag og spurningaþátturinn Heiðursstúkan snýr aftur á skjáinn. Hér má sjá yfirlit yfir helstu útsendingar um hátíðarnar. Þorláksmessa 17.30 New York Knicks – Milwaukee Bucks (NBA) 19.30 Roma – Napoli (Serie A) Alls fara fjórir leikir fram í Serie A þennan daginn sem lýkur með stórleik Roma og Ítalíumeistara Napoli. 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Tómas Steindórsson og Hörð Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta. Aðfangadagur 18.00 NFL Red Zone 18.00 Minnesota Vikings – Detroit Lions (NFL) 21.20 Miami Dolphins – Dallas Cowboys (NFL) Sannkallaður jólapakki frá NFL-deildinni. Sjö tíma órofin útsending frá NFL Red Zone þar sem skipt er á milli allra leikja sem fara fram. Samtímis verða tveir leikir sýndir en sá síðari, á milli Dolphins og Cowboys, er risaleikur. LeBron James og félagar í LA Lakers mæta til leiks á jóladag í NBA deildinni.Getty/Ethan Miller Jóladagur 22.00 LA Lakers – Boston Celtics (NBA) Jóladagur hefur lengi verið stærsti dagur dagatalsins hjá NBA-deildinni og er engin undantekning á því í ár. Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics. Annar í jólum 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Andra Ólafsson og Magnús „Peru“ Guðmundsson í spurningakeppni um NFL-deildina. 27. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Besta deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.00 Lokasóknin (NFL) Andri Ólafsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir alla leiki helgarinnar í sérstökum jólaþætti af Lokasókninni. Valur varð Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna.Vísir/Diego 28. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Subway deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 29. desember 19.35 Genoa – Inter (Serie A) Albert Guðmundsson hefur verið sjóðheitur með Genoa að undanförnu og fær hér stórlið Inter í heimsókn. 20.00 Íslandsmeistarar - Víkingur (Besta deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Víkings í Bestu deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.30 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í ótrúlegu úrslitaeinvígi. 30. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Tindastóll (Subway deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Tindastóls í Subway deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 22.00 Utah Jazz – Miami Heat (NBA) Gamlársdagur 16.00 Sportsíldin 2023 Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson. 18.00 NFL Red Zone 18.00 Baltimore Ravens – Miami Dolphins (NFL) 20.00 Washington Wizards – Atlanta Hawks (NBA) 21.20 Kansas City Chiefs – Cincinnati Bengals (NFL) Áramótahelgin verður helguð stórleikjum bæði í NFL- og NBA-deildunum. Patrick Mahomes í eldlínunni með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.Vísir/Getty Nýársdagur 18.45 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Hólmar Örn Eyjólfsson og Leif Andra Leifsson í spurningakeppni um fótbolta. Besta deild karla Besta deild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla NFL NBA Ítalski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
Mikilvægir leikir fara fram í NFL, bæði á aðfangadag og gamlársdag, og NBA-deildin býður að venju upp á frábæran leik á jóladag. Í ár verður leikur stórveldanna LA Lakers og Boston Celtics sýndur á besta tíma um kvöldið. En það verður einnig frábært úrval af íslensku íþróttaefni. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna. Þá verður Sportsíldin á sínum stað á gamlársdag og spurningaþátturinn Heiðursstúkan snýr aftur á skjáinn. Hér má sjá yfirlit yfir helstu útsendingar um hátíðarnar. Þorláksmessa 17.30 New York Knicks – Milwaukee Bucks (NBA) 19.30 Roma – Napoli (Serie A) Alls fara fjórir leikir fram í Serie A þennan daginn sem lýkur með stórleik Roma og Ítalíumeistara Napoli. 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Tómas Steindórsson og Hörð Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta. Aðfangadagur 18.00 NFL Red Zone 18.00 Minnesota Vikings – Detroit Lions (NFL) 21.20 Miami Dolphins – Dallas Cowboys (NFL) Sannkallaður jólapakki frá NFL-deildinni. Sjö tíma órofin útsending frá NFL Red Zone þar sem skipt er á milli allra leikja sem fara fram. Samtímis verða tveir leikir sýndir en sá síðari, á milli Dolphins og Cowboys, er risaleikur. LeBron James og félagar í LA Lakers mæta til leiks á jóladag í NBA deildinni.Getty/Ethan Miller Jóladagur 22.00 LA Lakers – Boston Celtics (NBA) Jóladagur hefur lengi verið stærsti dagur dagatalsins hjá NBA-deildinni og er engin undantekning á því í ár. Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics. Annar í jólum 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Andra Ólafsson og Magnús „Peru“ Guðmundsson í spurningakeppni um NFL-deildina. 27. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Besta deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.00 Lokasóknin (NFL) Andri Ólafsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir alla leiki helgarinnar í sérstökum jólaþætti af Lokasókninni. Valur varð Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna.Vísir/Diego 28. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Subway deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 29. desember 19.35 Genoa – Inter (Serie A) Albert Guðmundsson hefur verið sjóðheitur með Genoa að undanförnu og fær hér stórlið Inter í heimsókn. 20.00 Íslandsmeistarar - Víkingur (Besta deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Víkings í Bestu deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.30 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í ótrúlegu úrslitaeinvígi. 30. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Tindastóll (Subway deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Tindastóls í Subway deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 22.00 Utah Jazz – Miami Heat (NBA) Gamlársdagur 16.00 Sportsíldin 2023 Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson. 18.00 NFL Red Zone 18.00 Baltimore Ravens – Miami Dolphins (NFL) 20.00 Washington Wizards – Atlanta Hawks (NBA) 21.20 Kansas City Chiefs – Cincinnati Bengals (NFL) Áramótahelgin verður helguð stórleikjum bæði í NFL- og NBA-deildunum. Patrick Mahomes í eldlínunni með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.Vísir/Getty Nýársdagur 18.45 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Hólmar Örn Eyjólfsson og Leif Andra Leifsson í spurningakeppni um fótbolta.
Besta deild karla Besta deild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla NFL NBA Ítalski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira